Húsverkin
Takk fyrir samhuginn elskurnar vegna Súkku litlu! Baldvin er búinn að rífa mótorinn í spað og er á fullu að leita að varahlutum fyrir mig þessi elska!! Gott er að eiga góða vini, það hef ég alltaf sagt :)
En lífið heldur víst áfram þrátt fyrir að ég geti ekki farið út að hjóla enda lifði ég í heilmörg ár án þess, hehehe...!
Húsverkin voru tekin með trompi um helgina og ég kláraði að búa mér til skrifstofuhorn í svefnherberginu. Setti upp hillu og snaga og svoleiðis, á bara eftir að koma einhverju á veggina. Þegar við vorum allar þrjár búnar að taka allan óhreinan þvott úr herbergjunum þá beið heilt fjall við þvottavélina og hef ég verið að reyna að minnka það síðustu daga. Ótrúlegt hvað það getur safnast mikið upp þó svo mér finnist ég alltaf vera að reyna að þvo jafnóðum?!?
Jæja ég nenni ekki að skrifa mikið núna, langar helst bara að liggja uppi í rúmi og lesa en maður fær víst lítið borgað fyrir það...,
Bið að heilsa í bili....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home