17.8.06

Og nú skal hjólað heim

Útilegan í Húsafelli var alveg dásamleg, allir í sínu besta skapi og mikið borðað og skemmt sér. Myndavélin gleymdist að sjálfsögðu heima en það er bara týpísk ég...!

En á morgun ætla ég að hjóla heim til Ísafjarðar. Ég verð ekki ánægð með mig fyrr en ég er búin að því. Held að það sé fíni hjólaæfing að taka mjóu-slitlögðu-kræklóttu vegina á vestfjörðum ásamt þessum stuttu spottum sem enn eru ekki slitlagðir. Allar litlar og stórar heiðar og svo framvegis. Þetta verður spennandi :)
Ég ætla að stoppa fram á þriðjudag og njóta allra ættingja og vina þarna. Ég á svoddan slatta af öfum og ömmum fyrir utan foreldra og frændfólk þarna að ég má hafa mig alla við ef ég á að hitta þó ekki væri nema hluta af fólkinu. Annars var ég svo sniðug að ég hringdi í Helgu vinkonu mína, sem ég finn aldrei tíma til að hitta þegar ég kem vestur og sagði henni að bjóða mér í mat á laugardagskvöldið :) Hún tók vel í það og fannst þetta sniðug leið hjá mér til að við mundum loksins hittast.

Dætur mínar eru orðnar svo stórar að þær ætla að vera heima að passa Depil. En þar sem Ólöf er að vinna svo mikið þessa daga sem ég verð í burtu þá ætlar Gunna frænka þeirra að vera Hildi til halds og trausts. Ég er nú ekki róleg að skilja þær alveg einar eftir í 5 daga, gott að hafa svona frænku til að leita til þegar svo ber undir!

Bless þar til í næstu viku og gerið ekkert sem ég mundi ekki gera.....! ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home