11.8.06

Útilega og útilega

Um síðustu helgi, verslunarmannahelgina, fórum við mæðgurnar (allar 3) og Depill til Akureyrar þar sem við tjölduðum nýja fína hústjaldinu okkar í garðinum hjá Dísu systir. Ég keypti nefnilega notað hústjald af vinnufélaga mínum eftir að litla RL-tjaldið mitt dó eftir síðasta Landsmót ;)
Að sjálfsögðu gleymdi ég að taka myndavélina með norður svo að engin mynd er til af frum-tjöldun okkar. Eftir að hafa verið í litlu kúlutjaldi alla mína útilegutíð, þá leið mér eins og ég væri búin að byggja heilt einbýlishús þegar þetta flykki var komið upp. En það stóð sig með prýði og hélt vatni og vindum.
Við dúlluðum okkur þarna í höfuðstað norðurlands alla helgina og tókum lífinu með ró. Depill stóð sig með prýði og fékk að sofa í tjaldinu eina nóttina en hann svaf svo í bílnum hinar tvær svo að við Hildur fengjum að sofa í friði. Hann tekur hlutverk sitt sem varðhundur nefnilega mjög alvarlega og þurfti að láta í sér heyra í hvert sinn sem hann heyrði umgang úti fyrir. Það er svolítið erfitt þegar maður tjaldar í miðbæ Akureyrar á meðan útihátíð er í gangi!!!

Nú um helgina er stefnan tekin á Húsafell þar sem VSI ætlar að vera með árlega sumarferð sína. Ég held að það geti bara orðið gaman. Núna verður myndavélin tekin með :)

Hafið það gott um helgina elskurnar (já og hinir, hahaha...) !

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það hefði verið gaman að sjá framan í þig um versló ;)

17 ágúst, 2006 14:29  
Blogger Anna Malfridur said...

Jamm en mér datt ekki í hug að fara í neinar heimsóknir :-/ hmm maður getur verið svo einhverfur...

17 ágúst, 2006 15:57  

Skrifa ummæli

<< Home