23.8.06

Og þannig fór nú ferðin sú...

Ferðin vestur gekk ekki eins og til stóð. Þegar ég var komin um 20 km frá Hólmavík, upp í Staðardal sem liggur að Steingrímsfjarðarheiði, þá ákvað litla Súkkan mín að fara ekki lengra af því hún hafði ekki fengið neina olíu! Afturdekkið læstist af því mótorinn festist og ég var bara stopp!!! ARRRRG.....! Hjólið úrbrætt :(
Fyrst þurfti ég að labba með það um 100 m áfram til þess að koma því út fyrir veg, svo er ekkert símasamband þarna svo að þegar ég var búin að stappa niður fótunum og sparka í grjót og bölva vel og lengi, þá húkkaði ég mér far til Hólmavíkur til þess að komast í símasamband. Þar hringdi ég í pabba minn sem fór strax í að redda kerru, sliskju og böndum og lagði svo af stað til að bjarga litlu dóttur sinni úr vandræðunum.
Þá ákvað ég að reyna að húkka mér far aftur að hjólinu svo að pabbi þyrfti ekki að koma alla leið til Hólmavíkur en það gekk nú ekki þrautarlaust. Í fyrsta lagi þá er ekki eins mikil umferð þarna eins og ég hélt því að á meðan Þorksafjarðarheiðin er svona góð þá fer fólk frekar þá leiðina. Svo fannst þessum fáu hræðum sem áttu leið þarna um ekkert freistandi að stoppa fyrir leðurklæddri manneskju sem stóð úti í vegkannti með hjálminn í hendinni og ekkert hjól sjáanlegt!! Helv... kellingar!!!!! það var bara gefið í þegar ég rétti upp puttann (sko þumalinn!).
Mér tókst lokst að fá far um 2/3 af leiðinni og þurfti svo að labba restina. Það er algert æði þegar maður er búinn að klæða sig fyrir langa hjólaferð, einmitt sami fatnaðurinn sem maður notar til að fara í svona hike, eða hitt þó heldur :(

Það þarf ekki að hafa mörg orð um skapið sem kraumaði í mér á þessari stundu. Jú jú, það var yndislegt veður og fuglarnir sungu úti í móa en ég held að ég hafi einhvern tíman notið náttúrunnar betur en þetta kvöld. Ég gekk t.d. fram á fjórar rollur sem stóðu og jórtruðu tugguna sína og gláptu á mig eins og rollum er einum lagið. Þegar þeim datt svo í hug að jarma í áttina að mér alveg eins og þær væru að gera grín að mér þá hvæssti ég á þær: "þið verðið étnar í haust helvítin ykkar" !!! hmmm, já alltaf gaman að vera í göngutúr úti í náttúrunni!!!

Annars var best sem Hildur sagði þegar systir mín hringdi í hana á laugardaginn: "mamma fór til Ísafjarðar og hjólið hennar bráðnaði á leiðinni" !!! :) hehehe...

Jæja það þýði ekki að ergja sig endalaust á þessu, hjólið kom suður með flutningabíl og nú verður bara farið í að gera við. Ég á voða góða vini sem geta örugglega hjálpað mér við það en ég veit líka að vinir mínir eiga eftir að stríða mér endalaust á þessu þar sem ég bræddi nú úr Vespunni síðasta sumar!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að því hvað þér er vel við rollur Anna mín:)

23 ágúst, 2006 17:49  
Blogger Anna Malfridur said...

jamm elska þær þegar það er búið að sjóða þær eða grilla!!

24 ágúst, 2006 08:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Leiðinlegt að heyra með hjólið þitt kæra vinkona olíulausa :-)

24 ágúst, 2006 17:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Leitt að heyra með hjólið... en.. svona tilvik eru til þess að læra af þeim.. þú bara sleppir því að sanna gamla máltækið "allt er þá þrennt er" og lætur þetta duga :)
Fínt að venja sig á að kíkja á þetta öðru hvoru ... vitna þá í orð bróður míns þegar ég kíkti á olíuna á Shadownum mínum gamla þegar ég keypti hann.. "hmmm.. annaðhvort verðurðu að fá þér lengri kvarða... eða bæta olíu á hjólið" :) tíhí..
Sjáumst fljótlega :)

25 ágúst, 2006 09:42  
Anonymous Nafnlaus said...

æjæjæ, aumingja súkka litla, sendi baráttukveðjur í von um skjótan bata! Margrét P. Hanna

29 ágúst, 2006 16:11  

Skrifa ummæli

<< Home