Daglegt líf
Það er lítið merkilegt um að vera í mínu lífi þessa dagana. Eiginlega hefur mér hálf leiðst og er það engum að kenna nema mér sjálfri. Ég er eiginlega svolítið hissa því mér leiðist ekki oft, er yfirleitt sjálfri mér nóg og finnst mjög gott að dunda mér. En ég er búin að vera frekar þung í skapi síðustu dagana og kem engu í verk.
Einn lítill og ljós punktur var samt hjá mér á föstudagskvöldið þegar ég fékk að passa hana Höllu Katrínnu litlu þeirra Önnu og Óla. Við Hildur dúlluðumst með hana allt kvöldið og mmmm hvað mér finnst yndislegt að snúllast svona með ungabarn, enda er hún algert yndi :)
Vikan er svo bara vinna og vinna, eiginlega mjög gaman því það er svo rólegt á skrifstofunni núna, margir í sumarfríi og þá get ég leift mér að stúdera fræðin svolítið. Er búin að lesa fullt af greinum um brunahönnun sem ég hef ekki getað gefið mér tíma í síðan í vetur og svo var að koma hérna inn um dyrnar bók um brunahönnun á burðarvirkjum sem er akkurat mín deild. Já, já ég veit hvað sumir ætla að segja núna og ég viðurkenni það bara: Ég er alger nörd!!! he he he... En þetta er bara svo spennandi ;) !!!!
Best að halda áfram að nördast, see ya later...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home