8.8.06

Umburðarlyndi

Ég hef alltaf verið mjög viðkvæm fyrir framkomu annarra. Mér finnst einhvern vegin eins og "öll dýrin í skóginum" eigi að vera vinir og hef oft tekið nærri mér ef svo er ekki. Líklega er þetta hluti ástæðunnar fyrir veikindum mínum á geðsviðinu, ég þoli mjög illa misklíð.
En undanfarin tvö ár hef ég farið að sortera úr það fólk sem ég umgengst því að sumir hafa reinlega heilsuspillandi áhrif á mig. Það er helst fólk sem er ósanngjarnt og getur ekki tekið tillit til þess að það eru ekki allir eins. Ég tek yfirleitt mjög nærri mér og reiðist ef mér finnst fólk ósanngjarnt í minn garð. Ég tel mig frekar "ligeglad" manneskju og tek fólki yfirleitt eins og það er. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar sem maður fær grænar bólur yfir og getur alls ekki þolað, en það er líka allt í lagi, það þarf ekkert öllum að líka við alla. Þess vegna velur maður hverja maður umgengst.
En stundum kemst maður ekki hjá því að umgangast ósanngjarnt fólk vegna vinnu, tengsla í fjölskyldu, vegna barnanna eða einhvers annars. Þá verður maður bara að setja í hlutlausan og renna í gegnum þau samskipti algerlega neutral.

Ég er t.d. hætt að taka þátt í einhverjum umræðum um hraðakstur mótorhjólamanna. Þar virðist sem sumir haldi að það sé sjálfsagður réttur þeirra að aka hratt (á ofsahraða) af því að einhverjir aðrir geri líka eitthvað ólöglegt. Þetta er svona sandkassa hugsunarháttur og hann pirrar mig. Þess vegna nenni ég þessu ekki lengur, ætla bara að hjóla á mínu hjóli fyrir sjálfa mig og með mínum vinum.

Hef ekki tíma til að blogga neitt um verslunarmannahelgina núna, verð víst að vinna eitthvað líka :-/ hehehe.... bless í bili og verið vinir þó svo að sumir séu birnir og aðrir ljón, öll dýrin í skóginu eiga að vera vinir!!!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert dýr má borða annað dýr...
... og sá sem er latur og nennir ekki að afla sér matar má ekki taka mat frá öðrum!

10 ágúst, 2006 12:50  
Blogger Anna Malfridur said...

Heir heir... :)

11 ágúst, 2006 11:34  
Blogger Anna Malfridur said...

úps, ekki alveg í sambandi, þetta átti að sjálfsögðu að vera: heyr, heyr !!!

11 ágúst, 2006 11:39  

Skrifa ummæli

<< Home