26.7.06

Framtíðin...???

Eins og gengur og gerist þá dett ég stundum niður í djúpar hugsanir um framtíðina. Þá er ég að tala um næstu árin. Þá poppa upp alls konar spurningar eins og: "á ég að stefna að því að kaupa mér húsnæði á næsta ári"? eða "á ég að fara erlendis og læra meira"? og ýmislegt fleira.
Ég var t.d. að vafra á netinu og fór að skoða skóla sem kenna brunaverkfræði. Þ.e. þá get ég tekið master í brunaverkfræði, það tæki mig 1-2 ár. Úff, mig langar svoooo að halda áfram í skóla!
Svo er alltaf spurningin um hvort maður ætti ekki að reyna að eignast eigið húsnæði??? Það er svo helv.. dýrt að leigja svona. Jamm og já kollurinn á mér er fullur af pælingum.

Að lokum, ég fór LOKSINS í klippingu! það var sko löngu kominn tími á það og bið ég hér með alla sem þurftu að horfa upp á hörmungina svona lengi, afsökunar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home