13.7.06

Undarlegir dagar

Ég hef lítið bloggað undanfarna viku, hef einfaldlega ekki haft tíma til þess.
Ég er búin að vera á flakki, fyrst hjá Dagrúnu í Þykkvabænum og svo norður á Akureyri.
Eins og sést hefur í fréttum og á Sniglavefnum þá var jarðarförin hans Heidda ofboðslega falleg og mannmörg. Tónlistin var svo flott að hún smaug inn að beini og ég fæ ennþá gæsahúð við tilhugsunina um þessa stórkostlegu kveðjuathöfn. Allir sem stóðu að þessu eiga heiður skilið.

Ég fór á hjólinu norður og gekk það bara mjög vel. Á leiðinni suður fékk ég aftur á móti rok og rigningu alveg suður yfir Holtavörðuheiði og skítakulda.... brr-brrr......! EN.... Þetta er samt æðislegt :) Ég skil ekki af hverju ég er ekki búin að stunda þetta sport í áratugi, hehehe...!

Hildur kemur vonandi heim um næstu helgi, hún er búin að vera hjá pabba sínum í mánuð. Ég kann alveg að njóta þess að vera hálf barnlaus í einhvern tíma en þegar svona langt er liðið þá fer mig að langa að fá hana heim.

Ólöf er búin að skipta um vinnu og er farin að vinna í uppvaskinu á Fjörukránni. Alltaf sami dugnaðurinn í þessari stelpu enda kjarnakona þarna á ferð :) Hún hefur verið heima með Depil þessa daga sem ég hef verið á flakki og hefur hann bara hagað sér nokkuð vel strákurinn. Kannski hann hafi tekið mark á því þegar ég sagði honum að hann væri á skilorði eftir Spánarferðina mína!!!

Ég reyni að láta ekki líða svona langt þar til ég blogga næst, en áður en ég hætti þá langar mig að óska henni stóru systir minni innilega til hamingju með fertugsafmælið sem var þann 6. júlí s.l.
Til hamingju Dísa!!! og takk fyrir lánið á húsinu þínu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

égvar að lesa bloggið þitt, bara að láta þig vita ; )

16 júlí, 2006 15:26  
Blogger Anna Malfridur said...

Gaman að sjá þig hér :)

17 júlí, 2006 13:24  

Skrifa ummæli

<< Home