29.3.05

Og tíminn líður víst...

Jú jú ætli hann haldi ekki áfram að líða þrátt fyrir að stundum vildi maður getað hægt á honum!
Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið hvað mér finnst langt síðan stelpurnar voru litlar. Þá fer ég líka að hugsa um lífið sem ég lifði þá og hvernig mér leið. Það er engin spurning að ég naut þess virkilega að eiga lítil börn, að fylgjast með þeim stækka og þroskast á fyrstu árum þeirra er eitthvað alveg sérstakt. Mér finnst það líka alveg jafn gaman núna þegar þær eru orðnar svona stórar og sjálfstæðar manneskjur.
En ég sjálf á þessum árum, milli tvítugs og þrígtugs??? Úfffff....... ég var nú ekki upp á marga fiska. Þegar ég lít til baka þá finnst mér svo óralangt síðan ég skildi við Vignir. Ég veit að ég var löngu tilbúin til þess þegar ég lét loks til skara skríða en að það skuli bara vera 4 ár síðan, það er ótrúlegt. Ég get samt varla sagt að ég hafi endilega breyst svo mikið heldur frekar að ég sjálf hafi komið aftur í ljós.
Ég er mjög ánægð með manneskjuna sem ég er í dag og skal aldrei hleypta þessari óöruggu og klemmdu persónu fram aftur. En ég tel líka að það sé nauðsynlegt að vera gagnrýnin á sjálfan sig því að það er hollt að endurskoða sig reglulega til þess eins að halda áfram að þroskast út allt lífið. Ég vona að ég komi til með að hafa vit á því að gera það.
Mistök eru til þess að læra af þeim! Þetta er sko hverju orði sannara og þess vegna á maður ekki að vera hræddur við að gera mistök. Það er svo aftur spurningin um að hafa vit á því að gera ekki sömu mistökin oft !! Því að þá er maður varla að læra neitt af þeim, ekki satt? Ég lít t.d. á sum sambönd mín við hitt kynið sem skemmtilegt innlegg á lífsleiðinni en svo á önnur sem mistök sem ég á að læra af. Og þó það sé sárt að læra af svoleiðis mistökum, allt sem snertir tilfinningar er sárt, þá veit ég að ég á örugglega eftir að gera fleiri svona mistök. Einhver sagði að maður yrði að kyssa marga froska áður en maður finndi prinsinn ;)
Þá er bara að passa sig á að þetta séu örugglega froskar en ekki körtur!!! ojjj........

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt....þú ert svo mikill speklúrandi:)

En þú veist það Anna mín að það er ekki hjá því komist að kyssa eina og eina körtu....:) Það gera allir þau mistök....nema auðvitað ef maður er karta sjálfur...þá vill enginn kyssa mann:/

29 mars, 2005 23:25  

Skrifa ummæli

<< Home