Tölvur-tölvur-tölvur....!
Vitið þið hvað kom fyrir hjá mér? ÚFFF!!!
Hún Björk vinkona mín, sem sé alveg um mín tölvumál, tók tölvuna mína í fyrradag og staujaði hana og setti allt upp aftur. Það var sko kominn tími á það því allt var í einhverju basli hjá mér. En ég, snillingurinn sjálfur, tók auðvitað allt (hélt ég) sem ég vildi eiga og vistaði á disk. Fullt af verkefnum og glósum, myndum og tónlist ásamt ýmsum nauðsynlegum upplýsingum. En viti menn, í fljótfærni minni þá tók ég möppu af desktoppinu og færði hana inn í Nero til að brenna. Sú mappa innihélt ekkert heldur var "short-cut" á aðal möppuna svo að ég MISSTI ALLT!!!
Ég var næstum því farin að grenja í morgun þegar ég komst að þessu.
Það vill til, að ég skilaði tveimur stórum verkefnum í vikunni svo að þau eru til útprentuð. Svo er líka lán í óláni að ég hafði verið svo mikill slóði í tveimur öðrum verkefnum sem ég þarf að gera núna yfir páskana, að ég var ekki búin að gera mikið í þeim. Þar verð ég s.s. að byrja frá byrjun. Glósur frá kennurum get ég nálgast hjá skólafélögunum og svo fann ég sitt af hvoru, eins og myndir á disk sem ég vistaði á í janúar. En úff maður, þetta verður til þess að ég verð duglegri að taka afrit á diska oftar!!!
Jæja best að hætta núna, er að fara í fermingarveislu hjá frænda mínum. Það verður gaman að hitta ömmu í sveitinni og afa og alla hina úr þessum anga fjölskyldunnar.
2 Comments:
Þessar tölvur eru bara til vandræða...en gott að þetta reddaðist hjá þér!
Kveðja Inda!
Tölvur geta verið til mikillar bölvunar og gremju ..... en líka til gagns og gaman ;o)
Kveðja Anna
Skrifa ummæli
<< Home