18.10.08

Allt gengur vel - nenni ekki að blogga þessa dagana

Þið, mínir dyggu lesendur (ef einhverjir eru) verðið að fyrirgefa bloggletina undanfarið. Andinn hefur bara ekki verið yfir mér, hann hefur verið upptekinn við skólaverkefni og daglegar áhyggjur.
En það er allt gott að frétt af okkur Hildi. Þó það hafi enn ekki tekist að millifæra neina peninga hingað í land Skota þá byrti heldur betur yfir heimilinu þegar við fengum mömmu í heimsókn á síðasta fimmtudag. Hún kom færandi hendi með bæði íslenskan mat og útlenska peninga. Svo nú sitjum við á kvöldin, búnar að borga gas-og rafmagnsreikning og belgjum okkur út af lakkrís :)

Segi meira seinna, þarf að fara að elda íslenskan lambahrygg.... :)

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ hvað það er gott að þið séuð ekki sveltandi úti á guði og gaddinum. Eru skotarnir armennilegir við ykkur, það heyrist að bretar eru að henda námsmönnum út og eru bara vondir við íslendinga. það er svo gaman að fylgjast með ykkur, skrifaðu oftar, hafið það gott, bless í bili, kv. sigga #677

18 október, 2008 23:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Siggu, alveg ofboð gaman að fá að fylgjast með ykkur í gegn um bloggið.
Það er lán að mamma þín hafi verið að fara út á þessum tíma og hún heppin að fá gjaldeyri..kemur í ljós á mánudag hvort sjómenn á millilandaskipum fá gjaldeyri.
Mikið gott að heyra að ykkur skortir þá ekkert í bili..njóttu hryggs og lakkgríss :)
kv.,
Addý hin ;)

19 október, 2008 01:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Mamma bjargar alltaf öllu, þannig er það bara. En Anna mín ég held við verðum í storminum eitthvað áfram en ég spái að eftir 2-3 vikur verði búið að greiða úr mestu flækjunum og fari að birta smá saman. Ég vona bara að þetta verði ekki látið bitna á ykkur saklausa fólkinu heldur á að strýkja sökudólgana sjálfa, en ég get sagt þér að ég myndi ekki fara til Bretlands þótt að mér væri borgað fyrir, ég er öskureið. En hafið það gott

Kv. Idda

20 október, 2008 09:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni..
það verður langt þangað til að ég fer til Bretlands og eiði eyri þar hvað þá krónu..
farðu vel með þig og stelpuna

20 október, 2008 09:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fá góðar fréttir af ykkur. Vonandi heldur þetta svo áfram að reddast. Knús af læknum

20 október, 2008 11:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Mömmurnar klikka sko ekki ;o)

20 október, 2008 15:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja væri nú ekki nær að vera reiður út í "kallinn" sem sagði í sjónvarpi að skuldir íslendinga erlendis yrðu ekki borgaðar, ææ fattaði hann ekki að það er hægt að þýða af íslensku yfir á ensku... æ æ greiið nýbyrjaður í pólitík og tók engan þátt í sölu bankanna og enn síður búinn að vinna í Seðlabankanum og lækka bindiskyldu bankanna o.fl. Bretar kunna að hafa brugðist of hart við en varla heilli þjóð að kenna. Þeir eru greinilega óheppnir með ráðherra (stjórnendur) alveg eins og við.

21 október, 2008 11:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Jább mömmur klikka ekki! hvort sem að það er að bjarga ungunum sínum frá sulti og seiru eða að hrekkja burt mýs og drauga til að ungarnri geti sofið þá klikka þær ekki! sama hvað maður (já og þær verða gamlar!)
Knús og kam
Jóna Guðný

22 október, 2008 00:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú heimtum við aðdáendur þessarar síðu blogg með fréttum af ykkur mæðgum. Hér er hundleiðinlegt veður en það er ekki leiðinlegt að það skuli vera föstudagur. En óg óska ykkur góðrar helgi

kv. Idda

24 október, 2008 08:42  
Anonymous Nafnlaus said...

VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG.
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..
VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..VIÐ VILJUM BLOGG..KV. SIGGA

25 október, 2008 23:00  

Skrifa ummæli

<< Home