29.10.08

Leigan þennan mánuðinn í höfn

Jæja, loksins bárust peningarnir fyrir októbermánuð inn á skoska bankareikninginn minn og ég gat í gær farið og borgað leiguna fyrir þennan mánuð. Þá á bara eftir að koma í ljós hvort ég þarf að fara sömu löngu boðleiðina, í gegnum Seðlabankann, í hverjum mánuði hér eftir! Það kemur bara í ljós.

Annars ekkert að frétta nema að það er brjálað að gera í skólanum og svo ég sé alveg hreinskilin, þá er þetta nám alveg helv.... þungt!!! Úff-púff og púffffff!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú færð allan vega nóg næði í desember meðan að prófin standa yfir.
kv. Ólöf

29 október, 2008 17:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef fulla trú á þér Anna þú massar þetta!!!!
Kv Jóna Guðný

31 október, 2008 20:02  

Skrifa ummæli

<< Home