10.10.08

Námsmaður erlendis

Ég hef hreinlega ekki haft geð í mér til að blogga neitt alla vikuna. Auðvitað höfum við mæðgur fylgst með fréttunum að heiman um öll ósköpin sem dynja yfir þjóðina í efnahagsmálunum en það er fyrst núna sem þetta bitnar beint á okkur.
Þannig er að ég sótti um reikning hjá Bank of Scotland í byrjun september en hef ekki getað byrjað að nota hann almennilega af því það gekk svo hægt að fá IBAN númerið sem ég þarf til þess að geta fært peninga á milli landa. Í gær fékk ég loksins þetta númer og ætlaði í morgun að millifæra af LÍN-reikningnum mínum sem er í Glitni (og er gjaldeyrisreikningur í pundum) yfir á Skoska reikninginn. En, nei nei, það er lokað fyrir allar millifærslur úr landi.....! Þannig að eins og er þá er ég í þeirri stöðu að geta ekki borgað leiguna, sem ég á að borga á morgun og ekki hita- og rafmagnsreiknnginn sem kom i gær og er á gjalddaga! Ég hef hingað til þurft að nota kreditkortið mitt til að taka út peninga en hver veit hvenær þeir loka líka á það????
Ég ætla að vera róleg fram yfir helgi og vona að þeir losi eitthvað um í næstu viku (taka smá Pollýönu á þetta) en ef ekkert skeður á næstu dögum þá held ég að ég leyfi mér að panika!

Þetta ástand hefur líka komið illa niður á Ólöfu og Rúti og þar er þetta farið að hafa keðjuverkandi áhrif sem sér ekki fyrir endann á.

Svo er ástandið hérna líka þannig að maður er ekkert endilega að segja frá því að maður sé frá Íslandi, hehehe... fólk grínast með það að það sé hálfgert bannorð þessa dagana ;)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Get trúað því, það er nú hálfgert klúður að þessir stjórnmálamenn okkar eru varla talandi á ensku og allt misskylst sem að þeir segja! get ekki annað en flissað, Hello Darling!!
En vonandi kemst lag á þetta hjá þér Anna mín!!! þú panikar ekki neitt, svoleiðis gera íslenskir víkingar ekki!! standa sig stelpur!
knús Jóna og Dabbi

10 október, 2008 21:48  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Æji Anna mín, ömurlegt hjá þér að lenda í þessum fáránlegu aðstæðum. Vona að það fari að greiðast úr þessu.

11 október, 2008 14:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Anna mín vonandi fer þetta nú allt að ganga með peninga streymið milli landa um að gera að reyna að halda gleðinni, takk fyrir kveðjuna
knús til ykkar
Hildur

11 október, 2008 21:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Knús á þig og þína ..
Maður er í hálfgeru sjokki hér þessa daganna og löngu búin að jarða pollíönnu..
Vonandi færðu nú samt pening fyrir salt í grautinn fljótlega.

12 október, 2008 23:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Pollyanna er málið þessa dagana. En þetta er skelfileg staða fyrir námsmenn erlendis. Láttu vita ef við getum eitthvað hjálpað.
Baráttu- og Pollyönnukveðjur.

13 október, 2008 11:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Anna mín ég vona svo sannarlega að þetta fari að lagast, það er víst ekkert sérlega gaman að nota visa í útlöndum núna. En það eru nokkrar myndir á blogginu mínu núna, settar inn fyrir ykkur Hildi. Jonna fannst það mjög áríðandi að þú sæir mynd af honum á HArley......

13 október, 2008 15:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísur !
Æ þetta reddast, er það ekki á endanum, hann Gunnar ingi sálfræðingur sagði í sjónvarpinu í kvöld að það hafi alldrei verið svo mikil vandræði að þau redduðust ekki og ég ætla að treysta á það .
og vera þokkalega hress...:-)=00(
en villtu vera dugleg að skrifa, mér finnst svo gaman að smá sögum og fréttum. kveðja sigga #677

13 október, 2008 23:04  

Skrifa ummæli

<< Home