Námskeið og skólabyrjun
Skólinn átti að byrja í gær en þar sem kennararnir sem áttu að kenna í gær og í dag eru á ráðstefnu í Þýskalandi þá verður fyrsti tíminn í fyrramálið.
Ég fór í síðustu viku og fékk stundatöflu og allar upplýsingar sem mig vantaði varðandi námið. Þetta er allt voðalega persónulegt, maður gengur að kennurunum þegar maður vill, engar tímapantanir eða svoleiðis. Deildin er það lítil og allir þekkja alla.
Ég þarf að velja mér efni til að skrifa um í lokaverkefninu mínu fyrir lok þessarar viku og fékk ég lista með nokkrum hugmyndum sem ég get valið úr. Ég get líka komið sjálf með hugmyndir en mér líst mjög vel á nokkrar á þessum lista svo ég held að ég haldi aðeins áfram að grúska í þeim áður en ég tek endanlega ákvörðun.
Eftir að hafa skoðað fögin sem ég verð í í vetur, þá er ég ennþá spenntari fyrir þessu námi og hlakka mjög til vetrarins.
Skólinn býður upp á alls konar tölvunámskeið frítt. Þetta eru yfirleitt hálfsdags námskeið sem taka á afmörkuðum atriðum sem nýtast manni bæði í náminu og öðru. T.d. er hægt að læra betur á Word, Exel, Powerpoint, Photoshop og fleira, þ.e. að nýta sér ýmsa möguleika sem þessi forrit bjóða upp á. En ég fór í morgun á námskeið sem kenndi undirstöðuatriðin í að skrifa html fyrir vefinn. Ég tók nefnilega að mér í vor að sjá um heimasíðu Brunatæknifélagsins án þess að hafa hundsvit á því hvað ég ætti að gera. Ég er búin að setja inn slatta af efni (síðan er óuppfærð síðastliðin tvö ár) en lenti svo í vandræðum með að halda áfram. Svo að núna fór ég á þriggja tíma námskeið í að skrifa html og get þ.a.l. kraflað mig aðeins meira áfram. Nú svo get ég skráð mig á áframhaldandi námskeið seinna ef ég vill. Ég á örugglega eftir að skoða þetta mikla úrval af námskeiðum seinna í vetur.
Það er þá best að fara að athuga hvort eittvað sem ég lærði í morgun kemur að notum við þetta rugl sem ég var komin í við heimasíðugerðina, kveðjur frá okkur Hildi til allra sem kíkja hingað inn!
5 Comments:
Flott Anna, gangi þér vel á morgun í skólanum!! eru virkilega ekki skólabúningar hjá þér? þú gætir vel verið n**** litle school girl....það væri svona landsmóts!!
Hmm, dularfullt nafnlaust komment?!? Greinilega einhver Sneglan samt :)
OMG, sé þig fyrir mér í skólabúningi, hahhahha, nærðu hárinu í tíkó, hahhhahhahahah.
Annars gott að vita að þér lýst vel á skólann, öfunda þig eiginlega barasta. Er enn að leita að hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór.
Bestu kveðjur til ykkar mæðgna.
p.s. amma þín er komin aftur á Selfoss, er í nýju byggingunni við sjúkrahúsið. Er þar í sérherbergi sem virkar eins og 4-5 stjörnu hótel. Ferlega flott.
Hæ frænkur mínar.
Ég kíki alltaf inn á síðuna öðru hvoru og gleðst í hjartanu yfir því hvað þið eruð djarfar og duglegar. Bestu kveðjur frá Siggu frænku.
segi það nú sama flott í skólabúningi ;)
Skrifa ummæli
<< Home