Mmm, góður matur
Við mæðgur fórum á "Farmers Market" niðri í bæ í gær. Ekki mjög stór markaður en athygliverður. Við keyptum okkur tvær nautasteikur, alveg svakalega flottar og fersk jarðaber og hindber. Þarna var líka hægt að kaupa heimabökuð brauð, alls konar kjöt- og fiskmeti, grænmeti, heimagerðar sápur og margt fleira.
Kvöldmaturinn í gær var því alveg dásamlegur. Þetta nautakjöt sem ég keypti var svo flott að meira að segja ég gat ekki eyðilagt það með eldamennsku, mmmmm!!!
Og með berjunum hafði ég sósu sem ég keypti líka á markaðnum, "Butterscotsch"! Hún er einhvers konar karamellusósa (heimatilbúin á einhverjum bænum) sem samanstendur af rjóma, sýrópi og brúnum sykri. Mér fannst hún eiginlega allt of sæt þegar ég smakkaði hana en hún er mjög passleg með ferskum berjum. Sem sagt, átveisla á laugardagskvöldi í West Powburn :)
3 Comments:
Bara huggó hjá ykkur. En hvenær byrjar svo skólinn hjá þér??
Maður fær bara vatn í munninn, þetta hefur verið kósý hjá ykkur mæðgum. En engar fréttir hér hjá okkur bara allt í jolly jolly.
Kv. Idda
kósí, svona á að hafa það
kv Jóna
Skrifa ummæli
<< Home