Skólinn byrjaður
Núna er námið hafið og strax komin heimaverkefni enda byggist þetta nám í töluverðu mæli á verkefnavinnu en minna á fyrirlestrum eða setu í tímum. Ég sé fram á að það verði mikið vinnuálag í vetur og svei mér þá ef ég hlakka ekki bara til ;)
Ég er allavega mjög fegin því að vera byrjuð að gera eitthvað af viti aftur. Þessi rúmi mánuður sem ég hef haft síðan við Hildur komum hingað út hefur verið helst til langur. Jú það var mjög gott að hafa tíma til þess að vera til staðar fyrir Hildi á meðan hún komst inn í skólaumhverfið sitt og til þess að átta okkur á umhverfinu og svoleiðis en ég man ekki hvenær ég var síðast í rúman mánuð í fríi að gera næstum ekki neitt!!! Fyrst fannst mér þetta æðislegt og lá í leti á milli þess sem ég kannaði umhverfið en svo var þetta bara farið að vera leiðinlegt. Ég held að það sé í eðli okkar mannanna að vilja hafa eitthvað fyrir stafni. En allavega þá varð þetta frí til þess að ég kem úthvíld og endurnærð til starfa í skólanum og ætti að hafa næga orku til að takast á við verkefni vetrarins.
Að lokum er hérna ein mynd sem Hildur tók um síðustu helgi. Haustlitirnir eru ekki orðnir alls ráðandi hérna ennþá en samt aðeins farnir að láta á sér kræla. Okkur fannst þetta tré ferlega fyndið, ein sjálfstæð grein í þessari risa-laufkrónu sem ákvað að það væri komið haust. Kannski vildi hún fá að vera "ein í hóp" eins og sumir.....!
7 Comments:
Hæ skvís. Gott að vita af plássi í Edinborg.
Amma þín er komin með pláss hérna á Hellu og flytur víst núna í vikunni. Þá er þessu flakki hennar vonandi lokið.
Sjáumst hressar (vonandi heima hjá þér) og vertu dugleg í skólanum.
Sæl litla Sys.... bankinn ÞINN er farinn á hausinn... nei bara næstum. Annars allt gott, held áfram að safna fyrir ferð til þín, eigum við að fara saman Ásdís?
Kossar og knúsar að norðan
Sumum finnst ágætt að vera ein í hóp!! kv Jóna Guðný
Gangi þér vel í náminu og þú verður nú ekki í vandræðum með þetta.
Kvitt, kvitt
Sóley Veturl
Anna mín, þú átt gott að vera ekki á landinu, hér er allt á hröðustu leið niður sem sést hefur. Maður verður bara þunglyndur að hlusta á fréttir oft á dag. Úbbs já þú ert ekki öfundsverð að þurfa að skipta í pund nuna, en vonandi fer landinn að sjá til sólar fljótlega.
Kv. Idda
Ohh, Anna! Helduru að það yrði nú fjör ef ég og systir þín gerðum innrás á þig, hehhe. Hvað kostar rauðvínið annars hjá þér? Djö... yrði það gaman en er hrædd um að frændi ykkar yrði súr ef ég skildi hann eftir. Hann er svo háður mér, greyjið!
úúú þetta hljómar ótrúlega vel, ég held að vísu að Siggi mundi alveg fíla sig í rauðvínsdrykkju með okkur þremur :)
Rauðvínið er ekki dýrt hérna, erfitt að segja hvað það er í ísl. krónum þar sem um leið og ég væri búin að pikka það inn hérna þá væri það orðið vitlaust miðað við fallið á genginu þessa dagana!!!
Skrifa ummæli
<< Home