Allt í rólegheitunum
Síðasta vika og nýliðin helgi hafa liðið í mestu rólegheitum. Það eina sem ég hef afrekað fyrir utan hefðbundin heimilisstörf er að kaupa mér ný föt. Þeir sem þekkja mig vel vita að það er meiriháttar afrek! Ég þoli ekki að kaupa föt á sjálfa mig en það kemur víst alltaf að því að lokum að ekki verður lengur hjá því komist. Við Hildur fórum í verslunarleiðangur á laugardaginn og náði ég að kaupa mér eitt pils, tvo hlýraboli og tvo langermaboli. Áður var ég búin að kaupa mér eina skó svo mér finnst þetta bara heill hellingur :) Ég þarf að vísu að kíkja eftir buxum en þetta er sko nóg í bili, fresta því aðeins fram eftir haustinu.
Annars er bara ekkert að frétta, lífið er ljúft og skólinn byrjar bráðum!
Bið að heilsa heim....
8 Comments:
Láttu mig vita hvenær haustútsölurnar byrja ...er vís með að kíkja út til þín:)
Kveðja Inda
Hva, ertu ekki frænka mín? Nennirðu ekki að kaupa þér föt? Önsumussumussiggi...
Eru það ekki stóru janúarútsölurnar sem okkur vantar Inda, Anna mín tékkaðu á því hvenær best er að koma til að versla.... er að safna... og get alltaf hjálpað til í fatainnkaupum.....hahahahah
ja ég er ekki viss um útsölurnar. Það voru einhverjar leifar af útsölum þegar ég kom hingað í ágúst, greinilega að klárast svo ætli það sé ekki næst efti jólin?
En Marta, ástæðan fyrir því að mér finnst leiðinlegt að kaupa mér föt er held ég fyrst og fremst sú að ekkert sem maður mátar lítur vel út á svona Barbamömmu!!! og það er sko bara niðurdrepandi....
Ha ha mamma er á leiðinni til ísó aftur í 5 daga í nóvember ekki þú ligga ligga lá:D
Kv. Ólöf
svo er líka málið maður kaupir voða oft föt í svona inpulse biiiing.. með sölu konuna á annari öxlinni gveööð hvað þetta lítur vel út á þér .. þannig maður kaupir hrúu af fötum og fer svo heim og finnst maður jafn asnalegur og vanalega og gengur í sömu t bolum og vanalega og nýju fötinn fara innst inn í skáp.. feel your pain.. nafna..
Ókei, svo það er semsagt bara Barbamömmustíllinn, nakin með hálsmen :P
Já Marta og svo ég þurfi ekki einu sinni að velja hálsmenið þá lét ég tattúvera það á mig!! hehehe....
Skrifa ummæli
<< Home