Dásamleg helgi - frábært fólk
Landsmót stóð eins og venjulega alveg fyrir sínu. Þvílíkt dásemdar lið sem maður þekkir, bæði þeir sem maður þekki nokkuð vel og svo allir hinir sem maður er málkunnugur. Þið eruð sko bara frábær öll sömul og takk fyrir helgina!!!
Ég er "IN LOVE" eftir þessa helgi!!! Nei nei, það er ekkert brúðkaup í vændum strax því þetta samband þarf að þróast í nokkur ár áður en við getum loksins verið saman. Ég á ekki mynd af viðkomandi núna en fann á netinu eina sem ég er búin að prenta út og pinna á töfluna hjá mér til svo ég geti horft dreymandi augum á hana þegar ég á að vera að vinna, sjáið þið bara dýrgripinn:
Harley Davidson Heritage Softtail!! Ég var látin máta svona hjól á landsmótinu og ég bara endurtek orð mín hérna að ofan "I'm in love!" ég ætla að eignast svona hjól einhvern tíman!!
2 Comments:
skil það vel rosalega flott hjól..
Nei nei Street Bob er þitt hjól;)
Takk fyrir vinkonuspjallið á landsmóti ..
Knús Inda
Skrifa ummæli
<< Home