7.2.08

Hagaðu þér eftir aldri kona góð!!

Það er einmitt spurningin, er ásættanlegt fyrir konu sem nálgast óðfluga fertugt að skreppa norður í land að djamma og taka svo hressilega á því að hún kemst ekki aftur í vinnu fyrr en um miðjan dag á þriðjudegi??? Ja spyr sá sem ekki veit ;)

Eins og segir í síðustu færslu þá skrapp ég norður til Akureyrar um síðustu helgi og heimsótti Dísu og fjölskyldu ásamt því að fara á þorrablót Tíunnar á laugardagskvöldið. Blótið var skemmtilegt og fjörugt eins og við var að búast og eftir át og drykkju í Gamla Lundi var arkað í gegnum snjóinn á Vélsmiðjuna þar sem haldið var áfram fram eftir nóttu. Ég skreið svo upp í rúm í skúrnum hjá Dísu um kl. 4:30 (held ég alveg örugglega) um nóttina.
Það er skemmst frá því að segja að þegar ég vaknaði á sunnudaginn kom í ljós að ég hafði týnt heilsunni í einhverjum skaflinum og líklega fauk hún með snjónum á haf út því ekki lét hún sjá sig þann daginn! Eiríkur hafði samband við mig um tvöleitið og sagði að þeir væru að fara að leggja af stað suður en það var ekki möguleiki fyrir mig að ætla að sitja í bíl á hreyfingu í nokkra klukkutíma þegar áreynslan við að tala í símann varð mér næstum ofviða. Nú svo mátti ég líka ekki fara of langt frá klósettinu - !!!!
Það var því ekki um annað að ræða í stöðunni en að liggja í rúminu (á milli æluferða) fram að kvöldmat þegar ég skreiddist inn til Dísu og plantaði mér þar í sófann.

Mánudagurinn fór svo í það að reyna að redda mér fari suður og fékk ég loks far með flutningabíl. Hann komst ekki af stað fyrr en um kl. 20 um kvöldið og sökum veðurs og ófærðar var ég ekki komin heim til mín fyrr en um kl. 5 um morguninn á þriðjudaginn.

Já kæruleysið er engu líkt og ég get alveg sagt ykkur það að samviskubitið hefur verið hér á ferðinni vegna þessa. Núna er líka engar meiri háttar skemmtanir á dagskrá hjá mér. Það getur vel verið að ég kíki á aðalfund Sniglanna á laugardaginn og ef einhverjir ætla út þá um kvöldið verð ég sko pottþétt edrú og ekki úti fram undir morgun.

Helgin var samt skemmtileg fyrir norðan alveg þangað til ég vaknaði á sunnudaginn :) og takk takk kærlega fyrir mig stóra systir !!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá 9 klst á leiðinni! Þetta hefur verið mikið ævintýri úff. Gott að heilsan skyldi finnast. :)

07 febrúar, 2008 14:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Á ég að panta tíma fyrir þig hjá áfengisráðgjafa kæra mín LOL

Kveðja Inda

07 febrúar, 2008 18:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahahahahaha
Frábært!!!!!
Oj oj oj oj aumingja þú !!! þynnka er held ég það allra versta í heimi.

07 febrúar, 2008 18:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er vonandi að þetta heilsuleysi þitt hafi verið þess virði!! Hvernig borgaðiru flutningabílstjóranum farið??? 9 kukkustundir???????????
Jóna Guðný

07 febrúar, 2008 19:57  
Blogger Anna Malfridur said...

Flutningabílstjórinn var kona Jóna mín og eins og þú veist þá eru þær svo almennilegar að maður þarf ekkert að borga! (sem betur fer maður....!!)

08 febrúar, 2008 09:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Já takk fyrir komuna, nú er ég hrædd um að brandarar á þinn kostnað verði viðhafðir um stund.... allavega þegar brjáluð spá kom í gær, þá heyrðist í Nonna....hringdu í Önnu og láttu hana vita að nú sé lag að leggja í hann.....hahahah er bara fyndið einu sinni. Það var annars gott að sjá þig.

08 febrúar, 2008 09:22  
Blogger Unknown said...

Rokkari

08 febrúar, 2008 09:58  
Anonymous Nafnlaus said...

issss 9 klukkustundir frá akureyris er ekkert..
talaðu um 14 klst frá blöndós til Reykjavíkur og þá fer ég að hlusta ;)

08 febrúar, 2008 10:38  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Efamól - hef ég heyrt að eigi að taka fyrir eða eftir svona djamm - hefur víst góð áhrif á marga. Alger óþarfi að hætta að djamma...

08 febrúar, 2008 16:24  

Skrifa ummæli

<< Home