1.2.08

Helgarfrí - taka tvö

Ég ætla að gera aðra tilraun til að fara norður til Akureyrar um helgina. Ætlaði að hafa saumahelgi hjá Dísu um síðustu helgi þar sem mamma og Björk Búbbadóttir ætluðu að hitta okkur Hildi en sökum ófærðar og veðurs þá komumst við mæðgur ekkert út úr borginni. Mamma og Björk fóru hins vegar norður og áttu þar góða og afkastamikla helgi við upphlutssaum með Dísu.
Við Dagrún vorum búnar að ákveða að fara saman norður (nauðaði í henni svo ég þyrfti ekki að keyra alla leiðina ein) og Bryndís Ploder ætlaði með. Þegar hætt var við á síðasta föstudag þá var stefnan strax sett á næstu helgi sem nú er komið að. Dagrún tók að vísu forskot á helgina því hún fór norður með flutningabíl á þriðjudaginn og svo flaug Bryndís í gær. Ég sá því fram á að keyra ein þrátt fyrir allt saman þangað til Dagrún hringdi í gær og sagðist vera búin að finna far handa mér og að ég þyrfti ekkert að keyra, bara vera farþegi til tilbreytingar :) Ohh ég var svo ánægð, ég fæ s.s. far með Eika Diesel og Frikka Gamla.
Ástæðan fyrir þessum fjölda Snigla á norðurleið er þorrablót Tíunnar, vélhjólafélags norðuramts. Það er s.s. búið að breyta Productive þjóðbúningasaumahelgi í unproductive djammhelgi með hjólafélögum!!! hehehe.....!

Aðeins að öðru, þar er loksins búið að búa til mastersnámið sem ég ætla að fara í og ég er farin að undirbúa umsögnina. Hér er linkur á lýsingu á náminu fyrir þá sem eru jafn miklir nördar og ég og verða voða spenntir að lesa svona "boring stuff" eins og dætur mínar kalla þetta :)

Heyrumst eftir helgi þegar ég verð búin að knúsa frændsystkini mín í klessu og djamma með norðansniglum :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og góða skemmtun.
Kvitt fyrir innlitið
Sóley Vet

01 febrúar, 2008 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

góða skemmtun ..

02 febrúar, 2008 11:09  
Anonymous Nafnlaus said...

hemm heheheeh hemm búin að finna heilsunna þína?????

06 febrúar, 2008 11:43  
Anonymous Nafnlaus said...

knúsaðu Dísu og co fyrir okkur.
Góða skemmtun!

06 febrúar, 2008 12:00  

Skrifa ummæli

<< Home