23.1.08

Hver vill kaupa hús handa mér?

Ég fann óvart akkurat rétta húsið fyrir mig á netinu. Núna vantar mig bara einhvern sem er til í að kaupa það fyrir mig!!! Ég fæ nefnilega út úr greiðslumati að ég geti ekki keypt neitt sem kostar meira en svona 7 millur eða með öðrum orðum þá hef ég engan vegin efni á því að borga þau 110 þús á mánuði í leigu eins og ég geri núna. Gat nú svosem alveg sagt mér það sjálf......

En arrrg... af hverju þurfti ég þá að rekast á fullkomið hús handa mér til sölu! :(

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú lágmark að setja link á upplýsingar um þetta draumahús svo ég sjái hvernig það lítur út og hve mikið ég þarf að vinna í lottó til að geta gefið þér það.

23 janúar, 2008 14:52  
Blogger Anna Malfridur said...

Redda því

23 janúar, 2008 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Það munar ekki um tímasparnað á þesu liði hafa klóset við hliðina á eldavélinni svo hægt sé að gera nr 2 um leið og maður mixar í matinn .. bara briljant ; )

23 janúar, 2008 19:58  
Anonymous Nafnlaus said...

tja ég sá þetta sem enginn sérstök meðmæli með eldamennskunni!!!! ussss anna mín er þetta í færeyjum? Junkaragerði??? þú hlítur að sjá það sjálf að þú gætir aldrei búið þarna, heyriru ekki fyrir þér útúrsnúninkinn? anna í ...unkaragerði?!

23 janúar, 2008 23:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Hummm, veit nú ekki hvort ég mundi kaupa þetta hús handa þér. Það yrði alltof langt fyrir þig að fara í vinnuna og það eftir hinni stórhættulegu Reykjanesbraut sem rústar heilu Porche-unum.
En spáðu í, húsið kostar jafn mikið og helv... Porche-inn sem eyðilagðist þarna. Eigandinn hefði frekar átt að kaupa húsið handa þér heldur en einhvern bíl.

24 janúar, 2008 13:05  
Blogger Anna Malfridur said...

Já en stelpur sjáið þið ekki að þetta stendur einmitt aleitt úti í "nowhere" akkúrat eins og ég vil hafa það...!
Fjarlægð frá vinnunni eða ekki, ég vill einmitt búa svona aðeins út úr, er eitthvað svo anti-social týpa ;)

24 janúar, 2008 13:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlega krúttilegt hús en þetta með eldavélina við hliðina á klósettinu átta ég mig ekki alveg á. The point?

Hlakka til að hitta þig um helgina!

25 janúar, 2008 13:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi sem setti þetta upp svona hafði greinilega ENGA trú á eldamenskuhæfileikum sínum ;)

25 janúar, 2008 17:18  
Anonymous Nafnlaus said...

he he

27 janúar, 2008 20:45  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Ógó flott hús, mundi samt færa klósettið...

27 janúar, 2008 21:15  
Blogger Anna Malfridur said...

Þið skiljið þetta ekki stelpur, gamla eldavélin er þarna í hlutverki baðskáps!!! Ohh,hvað þið eruð takmarkaðar ;)

28 janúar, 2008 09:03  
Anonymous Nafnlaus said...

skil ekki svona færeyskan hjúmor ;)

28 janúar, 2008 14:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst rosalega vel á að þú komir í sveitina til mín :) alveg yndislegt að vera hérna. Líður eins og ég hafi sloppið úr fangelsi að hafa flutt úr RVK. Ég er svo mikið smábæjargella ;)

p.s. Reykjanesbrautin er ekkert mál, keyri hana á hverjum degi og er fljótari en úr miðbænum í breiðholtið :):)

Kveðja,
Björk

29 janúar, 2008 23:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi hvernig væri að koma bara norður..... hef reyndar ekki góða vinnu fyrir þig en þú gætir stofnað útibú frá stofunni, eruð þið ekki alltaf að vinna fyrir Akureyrislið????? Verst að það eru engir almennilegir gæjar á lausu... held ég.... nema kannski á Dalvík hehehehehehe.... djók....
Væri bara gaman að sjá þig oftar.

30 janúar, 2008 09:30  
Blogger Meðalmaðurinn said...

já ég er ekki að fatta svona framúrstefnulegar skreytingar, verð að viðurkenna það :P

30 janúar, 2008 12:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu mig langar nú líka að sjá þetta draumapleis - hvar gái ég að því ? Kv. Sigga J.

30 janúar, 2008 17:28  
Blogger Anna Malfridur said...

Já stelpur, ætli ég verði ekki að bíða með öll húsakaup þangað til ég kem til baka frá Edinborg en líklegt þykir mér nú að það verði leitað eitthvað aðeins út fyrir borgina.
Já stóra sys, það væri sko bara gaman að koma norður til þín, hver veit...!

Sigga mín, það er linkur á húsið ef þú klikkar á orðin "rétta húsið" í textanum hérna fyrir ofan :)

31 janúar, 2008 08:43  

Skrifa ummæli

<< Home