21.1.08

Vinnan göfgar og allt það...

Ég hef ekki verið í neinu stuði til að blogga mikið undanfarið og gerir það bara ekkert til. Ég hef örugglega sagt það áður hérna að ég nota þetta svæði til þess að skrifa um það sem mig langar til í það og það skiptið og ef það er ekkert í einhvern tíma þá er það bara svoleiðis.

Nýliðin helgi var róleg. Fór aðeins í vinnuna á laugardaginn og var svo heima allan sunnudaginn að þvo þvott og sauma. Var fyrst núna að koma mér aftur af stað í upphluts- saumaskapnum. Sneið skyrtuna á Hildi og saumaði hana saman svo nú er "bara" frágangurinn á henni eftir. Mér sýnist hún m.a.s. ætla að passa á stelpuna!! Verð alltaf jafn hissa þegar það gerist þegar ég þarf sjálf, ein og óstudd, að sníða eitthvað...!
Það er best að reyna að halda aðeins áfram í þessum saumaskap í vikunni því planið er að fara norður til Dísu um næstu helgi þar sem mamma ætlar að koma líka, til að halda saumahelgi. Mamma er nefnilega að gera upphlutinn á hana Björk bróðurdóttur mína sem á líka að fermast.

En aftur að vinnunni, hérna er útsýnið frá skrifstofunni minni og þar fyrir neðan er mynd frá litlu skrifstofukompunni minni sem ég er svo ánægð með :)



1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svakaflottar myndir af listaverkunum hennar Olafar.
Til hamingju með þessa stelpu. Sjáumst um helgina

22 janúar, 2008 16:35  

Skrifa ummæli

<< Home