14.1.08

Hvalfjörður - Glymur

Við Hildur og Depill fórum í rosa góða gönguferð á laugardaginn. Fórum inn í Hvalfjörð og gengum upp að Glym. Við fórum að vísu einhverja skrítna leið, allt uppi í hlíðinni og þegar við vorum komnar töluvert hátt upp þá komumst við að því að líklega hefðum við þurft að vera hinum megin við gilið til þess að sjá fossinn! Við sáum þess vegna bara úðann frá honum í þetta sinn.

Útiveran var engu að síður alveg dásamleg og við komum þreyttar en endurnærðar á líkama og sál heim eftir þetta þriggja tíma labb :) Læt myndirnar tala sínu máli.





















4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ánægð með ykkur mæðgur! Flottar myndir, voða hefur verið gaman hjá ykkur!!

14 janúar, 2008 21:57  
Anonymous Nafnlaus said...

voða kraftur er þetta...
ég svaf meiri hlutan af laugardeginum ...
Tekur á að passa stákana ;)

14 janúar, 2008 22:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Svakalega eruð þið duglegar, mæðgur!

16 janúar, 2008 11:31  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Úje, svona á að gera þetta! Flottur pistill hérna fyrir neðan, er svo sammála þér í mörgu.

16 janúar, 2008 21:30  

Skrifa ummæli

<< Home