2.1.08

Gleðilegt nýtt ár!

Ég er komin heim aftur eftir ferðalög hátíðanna og mikið er það nú gott. Því að þrátt fyrir að alltaf sé notalegt að heimsækja ættingja og vini og æðislegt að eiga með þeim góðar stundir þá er alltaf jafn gott að koma heim aftur.

Jólin á Ísafirði voru yndisleg og róleg. Ferðin vestur var hundleiðinleg, mikil hálka og tók endalaust langan tíma :( en stormurinn og snjókoman yfir jólin var dásamlegt því ekkert er eins notalegt eins og að sitja inni í gömlu timburhúsi, undir sæng með nóg að bíta og brenna og hlusta á vetrarveðrið úti :)

Ferðin suður var jafn leiðinleg og ferðin vestur, hálka og leiðindi.

Á milli hátíða gerðist ég sófakartafla í einn og hálfan sólarhring og fór svo til Dagrúnar í Þykkvabænum kvöldið fyrir gamlársdag. Hildur varð eftir hjá pabba sínum fyrir vestan og Ólöf, sem kom með mér suður, var með Rúti yfir áramótin.

Áramótin í Oddsparti voru bara hrein snilld! Fámennt en virkilega góðmennt :)
Gamlársdagur byrjaði með því að þeir sem mættir voru á svæðið drifu sig út að gera stóru kartöflugeymsluna klára fyrir veisluna. Það var skúrað og skrúbbað, bæði húsnæði og hjól, allt skreytt hátt og lágt, aftur bæði húsnæði og hjól og svo var tekið til við eldamennskuna.

Grillað hreindýr, meðlæti og alles mmmmm.... það verður ekki af henni Dagrúnu skafið að hún er meistarakokkur kellingin ;)

Áður en tekið var til við átið fórum við niður á sand þar sem reynt var að kveikja í brennu. Það tókst að hluta þrátt fyrir organdi rok og rigningu.

Það sem eftir var nætur var dansað, hlegið og drukkið og svo dansað og hlegið aðeins meira þangað til ég bara gat ekki meir!!! Þvílík gleði .....!
Ég ætla að skrifa smá annál um nýliðið ár og hugleiðingar um það næsta bráðum en þangað til þá þakka ég öllum fyrir árið 2007 og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári !!
Að lokum þá langar mig að láta fylgja með smá visku gæludýranna sem ég stal af síðunni hennar Önnu Margrétar:
New Year Resolutions For Pets...
15.
I will not eat other animals' poop.
14. I will not lick my human's face after eating animal poop.
13. I do not need to suddenly stand straight up when I'm lying under the coffee table.
12. My head does not belong in the refrigerator.
11. I will no longer be beholden to the sound of the can opener.
10. Cats: Circulate a petition that sleeping become a juried competition in major animal shows.
9. Come to understand that cats are from Venus; dogs are from Mars.
8. Take time from busy schedule to stop and smell the behinds.
7. Hamster: Don't let them figure out I'm just a rat on steroids, or they'll flush me!
6. Get a bite in on that freak who gives me that shot every year.
5. Grow opposable thumb; break into pantry; decide for MYSELF how much food is *too* much.
4. Cats: Use new living room sofa as scratching post.
3. January 1st: Kill the sock! Must kill the sock!January 2nd - December 31: Re-live victory over the sock.
2. The garbage collector is NOT stealing our stuff.
1. I will NOT chase the stick until I see it LEAVE THE IDIOT'S HAND

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home