Raunir bakara
Ég var voðalega dugleg á laugardaginn og bakaði 4 sortir af smákökum. Ein sortin heitir Napoleonshattar og er uppskriftin einföld en óttalegt "moj" að baka þá. Svo er uppskriftin voðalega lítil svo það fást aðeins um 20 kökur úr henni. Að þessu sögðu er augljóst að eftir talsverða fyrirhöfn við svo fáar kökur þá eru þær extra spari og alveg stranglega bannað að snerta þær fram að jólum.
Þetta var ég búin að segja dætrunum og að sjálfsögðu hlýða þær mömmu sinni ;) En það er ekki hægt að segja það sama um dýrin á heimilinu, því að þegar Ólöf kom heim einn daginn þá voru hattarnir fínu út um allt borð, þeim hafði verið raðað á bretti sem stillt var upp ofan á brauðvélinni úti í horni uppi á borði, s.s. þannig að hundurinn næði þeim ekki. Það var s.s. kötturinn Míó sem var að leika sér þarna og sturtaði herlegheitunum út um allt! Þar sem Ólöf vissi að mamma hennar yrði alveg æf yfir þessu þá raðaði hún höttunum varlega aftur á brettið og lagði það frá sér á annað borð. EN.... það vissi ég ekki þegar ég kom heim og hleypti hundinum út úr búrinu áður en ég skrapp á klósettið.....! Auðvitað fann hans fína nef þessar líka fínu smákökur með marsipanfyllingunni og gúlpaði í sig eins mörgum og hann gat áður en ég fattaði hvað um var að vera :( ARRRRGGGG...!!!
Hvar annars staðar en á mínu heimili er kökum bjargað frá köttum bara til þess að lenda þá í hundskjafti??? Já já ég veit hvað þið ætlið að segja, ég get bara sjálfri mér um kennt fyrir að vera með þennan dýragarð heima há mér og það er alveg rétt enda gargaði ég aðallega á sjálfa mig eftir að hafa reynt að kenna Ólöfu um ;)
Að lokum eitt skilti sem ég þarf að eignast og setja upp heima hjá mér:
6 Comments:
Híhíhíhí
skil gremju þína en frá mér séð er þetta frekar fyndið.
Þvílík snilld, hefði viljað sjá svipinn á þér þegar þú komst að hundinum.
Ættir kannski að hafa samband við Jóa Fel og segja honum þessa raunarsögu og athuga hvort hann mundi ekki bara baka nýja hatta handa þér í samúðarskini.
Kveðja af heimili veluppaldra katta, he hehe!
Svipurinn á mér og hljóðin maður... úff vonaði innilega að nágranarnir á efri hæðunum væru ekki heima..!!!
Elskan, dugleg að baka..... hefði verið betra að stelpurnar hefðu náð í góssið.....
Við Jonni erum að hugsa um að baka þegar hann er kominn í frí.... mitt frí byrjaði í dag..... jibíííí.
Hahahahahahaha
Er ekki bara málið að starta söfnun á barnalandi!! Er það ekki alltaf gert þegar svona stórslys verða?!?
hahahahahha vona að hann hafiekki fengið ímagann
Skrifa ummæli
<< Home