25.5.07

Medieval Muslim Knitting



Þá eru sokkarnir fínu tilbúnir og ég er bara ánægð með þá. Ég þurfti að giska á hvernig hællinn var gerður en held að hann sé svipaður og er á fyrirmyndinni. Einnig var ekkert sérstaklega tekið fram hvernig ætti að ganga frá efst á leggnum svo ég ákvað það bara sjálf. En þessir sokkar eru að mestu sérstakir fyrir það að það er byrjað á þeim á tánni.


Ef einhver vill fá uppskriftina þá endilega hafið samband en ég á eftir að íslenska hana og staðfæra.




Hér sjáið þið árangurinn:




8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heyy cool sokkar.. panta eina í svörtu takk ; )

25 maí, 2007 14:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Ómægod hvað daman er myndarleg.
Til hamingju með sokkana.
Góða helgi.

25 maí, 2007 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Æææææjjjjjjjj ég er ekki nafnlaus heldur heiti ég Ásdís, held ég sé frekar hauslaus í dag.
Kveðja úr Kisukoti

25 maí, 2007 15:00  
Blogger Díana said...

Allir í hreinum sokkum??? :)

30 maí, 2007 03:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Eina fyrir mig takk, dökkfjólubláa og hvíta .... takk

30 maí, 2007 14:29  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Ég er nú svo hæversk að ég bið bara um uppskriftina ;)

30 maí, 2007 22:20  
Blogger Anna Malfridur said...

Jamm uppskrift verður í boði bráðum en hvort ég tek að mér að prjóna fyrir marga, það er ég ekki viss um, enda mundi það nú líklega vera verðlagt hátt! ha ha ha ha ...

31 maí, 2007 08:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegir sokkar. Ég er til í uppskriftina þegar hún verður föl. Skemmtileg þessi prjónablögg hjá þér, gleður prjónanördið í mér :D

31 maí, 2007 09:59  

Skrifa ummæli

<< Home