Ég er að pipra...
... og það hratt! Þetta hvarflaði all illilega að mér í gærkvöldi þegar ég var komin upp í rúm með hundinn sofandi á gólfinu við rúmið og kettlingana báða kúrandi undir sænginni hjá mér. Ég hafði nefnilega farið út á láta Depil pissa fyrir háttinn og hann heilsaði upp á ungt fólk sem var í partýi hjá ungum nágranna mínum (háskólaaldurinn held ég). Svo stakk ég hundinum inn og fór fyrir hornið á húsinu og kallaði á Karíus og Baktus því að þeir eru enn of litlir til að mega vera úti á nóttunni. Þegar ég kom til baka með þá báða í fanginu þá heyri ég út um gluggann á partýinu: "og þarna kemur hún með tvo ketti líka!!!" Vitið þið, mér leið skyndilega eins og þau sáu mig; gömul, illa til höfð, feit kerling sem lifir fyrir dýrin sín! Ó mæ god.....! Fór inn að hátta og lá í sjokki í miðjum dýragarðinum þar sem þeir allir þrír kepptust við að láta mig vita hvað þeir ættu mikið tilkall til blíðuhóta minna og ylsins frá líkama mínum. - Held að það sé kominn tími til að gera eitthvað í málunum svo að það verði frekar mannvera sem fær að njóta bólsins með mér :)
8 Comments:
Hvaða vitleysa! Þú átt nú líka tvö ljómandi vel heppnuð afkvæmi :) Og háskólagráðu og mótorhjól... Ef þú hefðir ekkert af þessu en ættir aftur á móti a.m.k. tíu ketti í viðbót (alla svarta) og værir tvöfalt eldri væri þetta kannski pínu dúbíus ;) Þá gætirðu verið svona skrýtin kisukona í bíómynd :)
er ekki skilgreining á pipríngu að hafa aldrei verið við karlmann kennd ???
Út að leita elskan, en í öllum almáttugs bænum ekki taka dýragarðinn með, það er nóg að skýra fyrir væntanlegum hjásvæfli tilvist tveggja katta og hunds ...... þegar viðkomandi er skriðinn uppí til þín og uppgötvar félagsskapinn......
Hæ, ég verð að segja takktakktakk fyrir rúntinn um daginn, það var rosalega gaman! :) Og btw þú ert ekkert að pipra frekar en ég. Ættum bara að vera duglegri að gera eitthvað sniðugt saman. :)
pipar er besta kryddið í tilveruna, mundu það bara!!
Hey, farðu nú að blogga!! ;) Það hlýtur nú eitthvað að gerast á heimili með kvenfólk á misjöfnum aldri, einn hund, tvo ketti og voru ekki nagrísir eða...?
Passaðu bara að dírin borði ekki fötin af gestinum ;o)
Kv Gulli
Góður þessi síðasti, en aftur að prjónaskapnum, Ebba litla og restin af fjölskyldunni eru alsæl með mjúka, fallega teppið frá Önnu frænku.
Skrifa ummæli
<< Home