Baktus er týndur :(
Aumingja litli kisinn okkar hann Baktus fór út heima á síðasta föstudag og hefur ekki sést síðan! Það er mikil sorg heima og Karíus bróðir hans er hálf aumur og einkatta. Hann er ekki vanur að vera svona einn og það er greinilegt að allt er hey í harðindum því hann er næstum því farinn að vingast við Depil til þess að hafa einhvern - og þá er nú mikið sagt!
Við mæðgur og Rútur erum búin að labba um allt hérna í Hlíðunum og kalla á hann (fólk lítur nú við þegar bvið löbbum um og köllum -Baktus-Baktus!!!) en ekkert bólar á honum. Það versta er að hann týndi ólinni sinni daginn áður og slapp út áður en við vorum búnar að setja á hann nýja. Svo að það er einn lítill 5 mánaða svartur ómerktur kisi týndur. Hann er voðalega gæfur og mannelskur svo mér þykir alveg líklegt að hann hafi leitað á náðir einhverra sem hafi hleypt honum inn til sín, ég vona það allavega :(
9 Comments:
Sá svo rosalega fallegan svartan kött í Mávahlíðinni í morgun - man ekki hvort hann var með ól eða ekki. Kippi honum inn og skoða nánar ef ég rekst aftur á hann, er einhversstaðar nákvæml lýsing á honum?
Oh ég vona að þetta sé Baktus!
En sko nákvæm lýsing, hmm frekar erfitt en hann er frekar lítill ennþá, þ.e.a.s. ekki fullvaxinn en samt ekki pínupons, alveg svartur nema kannski 10-20 hvít hár á bringunni ca milli framfótanna (erfitt að sjá þau). En við mæðgurnar mundum þekkja hann.
ææ vonandi finnst baktus sem fyrst
Aææ, þetta var leitt að lesa, vonandi kemur hann í leitirnar sem fyrst! :'(
Er litli óþekktaranginn kominn í leitirnar?
Usss, óþekktaranginn. Vonandi finnst hann, ferlega slæmt þegar þessir angar hverfa í lengri eða skemmri tíma. Þekki þetta því miður af eigin raun. En ertu búin að hafa samband við Kattholt? Láttu þær vita að hann sé týndur, STRAX. Vona hann finnist!
kattaræksnið..... veit hann ekki hvað hann hefur það fínt þarna heima!!!! Frábærir sokkar hjá þér systir góð, þú varst nú sein til að læra að prjóna en þá kom það líka með stæl og nú ert þú án efa sú flinkasta í fjölskyldunni, og það er nú þónokkuð í okkar fjölskyldu.....
Hæ frænkur!
Leiðinlegt að heyra þetta með hann Baktus, vona að hann sé fundinn. Það sem Öddu Þóreyju er verst við í heiminum er Karíus og Baktus, gæti verið gaman að segja henni frá litlum sætum kisum með þessum nöfnum :) Sá hér aðeins neðar að það er boðið uppá uppskriftir af barnateppum, en ef maður kann ekki að prjóna? hehehe!! Hin Þórunn frænka lætur vonandi sjá sig á morgun, höldum að hún sé búin að láta bíða nógu lengi eftir sér :) svo er flottur dagur á morgun 050607, þó það toppi nú ekki Snorra Pál. Bestu kveðjur frá okkur hér í Hveró!! Er Ebba Þórunn nokkuð með heimasíðu???
Heyrðu kella mín.
Það er nú algjör skylda að setja inn fréttir af því hvort Baktus hafi fundist.
Nýjar fréttir óskast !!!!
Skrifa ummæli
<< Home