No no það er bara ýtt á eftir manni!!
Hana hana Anna Margrét, auðvitað skeður hellingur á svona fjölbreyttu heimili. Og jú jú, hér búa líka tveir naggrísir :)
Ég er búin með flottu sokkana á bara eftir að kaupa rafhlöður í myndavélina til þess að geta sýnt ykkur þá. Þetta verkefni var svo skemmtilegt að ég er ætla að reyna að finna mér tíma til þess að leggjast í lestur sögubóka/fræðibóka á bókasafni bráðlega og reyna að finna eitthvað ævafornt sem ég get breytt í munstur eða flík. Nú fór hönnuðirinn í mér alveg á flug :)
Annars fór síðasta helgi í vinnu í Þykkvabænum, frábært að taka til hendinni utandyra og bera járn og spýtur og negla. Ég er að vísu orðin svo mikið möppudýr að það er ekki orðin eftir arða af siggi á höndunum og svo var ég með strengi í öllum kroppnum á mánudaginn. Góðir strengir samt og það náðist að gera helling.
Ég hef lítið getað hjólað. Það er eitthvað skrítinn gangurinn í hjólinu og ég held að það sé betra að láta laga það svo ég misbjóði mótornum ekki og skemmi (been there-done that).
Svo hefur það líka skeð síðan ég bloggaði síðast að litla barnið mitt er formlega orðið táningur. Hildur varð s.s. 13 ára síðasta föstudag, þann 18. maí. Núna eru því engin börn lengur á heimilinu aðeins unglingar! - mig langar helst til að gráta núna :( Mér var bent á að ég væri ennþá í barneign og jú jú, ég er alveg til í að eiga fleiri börn- helst tvö í viðbót en ég nenni ekki að gera það ein! Þ.e. ég er ekki að fara út á örkina til að leita að sæðisgjafa bara til þess að búa til barn hehehe...! Nei ég er svo ánægð með þær dúllur sem ég á og svo safna ég líka bara dýrum til að bæta upp móðurþörfina ;)
Svo í lokin, þá er ég komin með nýja skrifstofu. Var áður með öðrum í skrifstofu en er komin með mína eigin núna - sko hún er að vísu pínulítil en engu að síður "einkaskrifstofa" híhíhí... og með þvílíka útsýninu. Ég sé yfir Fossvoginn og að Perlunni og í góðu veðri sé ég glitta í Snæfellsnesið :)
Að öðru vinnutengdu, þá er ég að fara á tónleikana með Deep Purple og Uriah Heep á sunnudaginn í tengslum við vinnuna. Ætla að fara gera smá rannsókn í sambandi við rýmingu úr salnum fullum af fólki. Er að vinna í því að fá security passa svo ég komist óáreitt um allt- alltaf gaman í vinnunni sko...!
4 Comments:
vinnutengt minn rass..
ég ætla líka að gera könnunn þegar ég verð þarna hvort hoppar hærra starfsfólk lýsis hf eða starfsfólk íshesta ; )
Svona af því samkvæm´t nýjustu fréttum er lýsi megrandi ; )
Gleymdi til hamingju með nýju einka skrifstofuna ; )
Bravó, sko mína! Fullt af bloggi bara! Til hamingju með nýju skrifstofuna, nú geturðu leikið þér í tölvunni óáreitt í vinnunni hehehe. ;) Hvert snýr skjárinn annars?
skjárinn hlítur að snúa þannig að nafna okkar horfir fram það liggur í augum upp ekki satt ; )
svona feng swai eitthvað.. (skoða beru strákana í friði og svona ;)
Mín könnun ´fór til fjandans á Djúpinu í gær.. hvorki lýsis né íshesta starfsmenn geta hoppar punktur ; )
en ilmurinn anna ilmurinn að vera svona nálægt þú mistir af miklu stúkukonan þín hehehehhee
Skrifa ummæli
<< Home