Viðburðarrík helgi
Það er óhætt að segja að helgin hafi verið viðburðarrík hjá okku mæðgunum.
Um klukkan 5 á laugardagsmorguninn hringdi Rútur kærastinn hennar Ólafar í mig og spurði hvort við Ólöf gætum komið niður á slysó þar sem hann hefði verið stunginn. Við drifum okkur að sjálfsögðu niður eftir og fengum að vita þar að hann væri ekki í lífshættu en hefði verið stunginn tvisvar sinnum í bakið og það væri verið að skoða hann nánar og gera að sárum hans.
Eftir 3 tíma bið fengum við að sjá hann og var hann ósköp mikið lasinn og illa farinn. Hann hafði verið barinn og stunginn og er með sauma í nefinu og hökunni, auk þessara tveggja stungusára í bakinu. Önnur stungan fór um 4 cm inn og gerði gat á lunga sem þ.a.l. féll saman. Því þurfti að setja í hann slöngu sem gengur inn í lungað og blæs það upp. Hann var svo fluttur á lungnaskurðdeild á Hringbraut þar sem honum hefur farið ótrúlega fram síðasta sólarhringinn.
Okkur er öllum mjög brugðið, að sjálfsögðu. Það mátti litlu muna að verr færi og er jafnvel hægt að þakka fyrir að strákurinn var í leðurjakka sem hefur tekið aðeins úr högginu.
Búið er að finna þá sem réðust á hann og líklegt er talið að þetta tengist ákveðnum manni sem laug upp á hann ljótri sögu og átti þessi árás að vera hefnd fyrir einhverjar upplognar sakir.
Okkur er að sjálfsögðu mjög brugðið og ég tala nú ekki um eftir fréttirnar um aðra hnífsstungu nóttina á eftir. Hvað er eiginlega að gerast í þessu litla samfélagi okkar?
Jæja, ég verð bara blogga seinna um afmælið hennar Indu á laugardagskvöldið og kvalirnar sem það olli á sunnudaginn (já og í dag, mánudag líka!!).
Bless þar til síðar og farið varlega í miðbænum!!!
1 Comments:
sæl og blessuð!!
sit hér um miðja nótt og get ekki sofið fyrir fyrirvaraverkjum og hvað finn ég? Önnu Málfríði, Tæknifræðing! innilega til hamingju með titilinn.
Hef oft saknað þess að eyða ekki kvöldinu með þér í símanum á þessari meðgöngu eins og við gerðum svo oft hérna fyrir 12 árum.
Allt gott að frétta af okkur, er að eiga, ferma og útskrifast á sama tíma, svo þú sérð að sumt breytist ekkert, við flækjum hlutina sem fyrr, hjónakornin.
Stórt knús frá mér.
Helga Haralds.
Skrifa ummæli
<< Home