3.3.06

Fjall vikunnar er...

... Helgafell ofan Hafnarfjarðar.
Við Depill vorum svo dugleg í blíðunni í gær að ganga upp á það. Það er að vísu ekkert voðalega hátt eða erfið ganga en útsýnið var fagurt og útiveran góð.
Þegar upp var komið settist Depill niður og horfði lengi yfir allt saman eins og kóngur í ríki sínu :) Við fengum félagsskap 12 Hrafna sem sveimuðu yfir okkur, hundinum til mikillar undrunar.
Þessa mynd tók ég á símann minn og er mest hissa á því hvað hún er góð.


"vá hvað heimurinn er stór!"

Hérna sést niður í Kaldárbotna þar sem sumarbúðir KFUM og K eru, Kaldársel.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home