Varðhundur
Litli héppinn minn er viss um að hann sé stór og sterkur varðhundur og geltir eins dimmraddað og hann getur ef einhver gengur um útidyrnar að nóttu til!! Ferlega fyndið þar sem svo kemur stökkvandi á móti fólki voðalega glaður doppóttur hvolpur :)
Annars gengur lífið sinn vanagang á okkar heimili. Ólöf er í skólanum og vinnunni og svo hitti ég hana öðru hvoru heima við. Hildur hefur verið hjá pabba sínum þessa viku og kemur aftur heim á sunnudag svo að nú er ég á naggrísavakt. Það er sko passað upp á að ég gleymi ekki að gefa greyinu að borða því Hildur hringir reglugega og tékkar á því.
Hjá mér er nóg að gera í vinnunni og fór ég m.a. í dag og náði í ráðherrabréf sem segir að nú megi ég skv. lögum kalla mig tæknifræðing!!! :=)
Ég keypti mér bíl um síðustu helgi, yngdi upp um 6 ár en er samt ekki búin að ná því að eiga bíl sem framleiddur er tvöþúsundogeitthvað....! Það gerir ekkert til, þessi er líka Toyota eins og sá gamli nema aðeins nýrri eins og áður segir og einnig station svo að nú er pláss fyrir vesalings bílveika hundinn. Ef ykkur vantar gamlan ódýran bíl sem enn er hellingur eftir af, þá er ég með einn til sölu!
Það stefnir í svaðalegt djamm á laugardagskvöldið þegar Inda vinkona mín ætlar að halda uppá þrítugsafmælið sitt. Ég er strax farin að kvíða sunnudeginum :/ En ég efast ekki um að það verði stuð í afmælinu, allavega ætla ég að leggja mitt af mörkum til þess að svo geti orðið.
Heyrumst síðar...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home