14.3.06

Mikið að gera

Já það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef ekki haft tíma til þess að blogga. Það verður því miður bara að sitja á hakanum og ég vona að dyggir lesendur mínir sýni þolinmæði :)

Mikið var gaman að heyra frá henni Helgu Haralds í commentinu hérna fyrir neðan. Vá hvað það var gaman hjá okkur að vera óléttar saman fyrir 12 árum, það sem við gátum blaðrað ;) Ég vona að allt gangi vel hjá þér Helga og endilega láttu heyra í þér aftur hérna. Ég lofa svo að kíkja á ykkur næst þegar ég kem vestur.

Eins og ég sagði, þá er svo mikið að gera hjá mér og mér líkar það stórvel. Verkefnin hlaðast upp í vinnunni og mér er alltaf treyst fyrir meiru og meiru. Stundum verður mér nú um og ó yfir traustinu, úff úff... En það er bara frábært að hafa mikið að gera.

Best að halda áfram að vinna, heyrumst síðar!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að vera svona traustvekjandi persóna. Ég sit hérna með klór upp eftir handleggnum, nokkur stór og rauð og þau eru hvorki eftir kallinn né hundinn heldur eftir nemanda sem varð reiður út í mig. Það er víst best að fara að reyna að vera almennilegur kennari.....

14 mars, 2006 12:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ég aftur, er bara að hugsa um hvað það verður frábært í júní.... sól, vín og.... æi já mamma og börnin líka....bara grín þetta verður frábært

14 mars, 2006 12:07  
Blogger Anna Malfridur said...

Ha haha, já þetta verður frábært hjá okkur í sumar. Við þrjár liggjum á ströndinni og látum ungana okkar bera í okkur kokteila og ferskan ananas;) er það ekki annars þess vegna sem við ætlum að taka börnin með???

14 mars, 2006 15:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og takk fyrir síðast og vonandi ertu búin að taka frá 25 mars því þá er ennþá meiri gleði kveðja Magga.

14 mars, 2006 18:27  
Blogger Anna Malfridur said...

úff Magga, maginn á mér tekur enn kollhnís ef minnst er á áfengi!! En ég verð líklega bara að herða mig, ekki satt?;)

14 mars, 2006 20:49  
Anonymous Nafnlaus said...

'O jú kæra vinkona það þýðir ekkert að vera með eitthvað rugl.Bingógallinn,bolla og bjór það er málið,kveðja Magga

14 mars, 2006 23:23  

Skrifa ummæli

<< Home