Jæja jæja ég er á lífi
Já þótt undarlegt megi virðast þá er ég enn á lífi eftir törnina undanfarið.
Ég er sem sagt flutt og búin með skólann!!!
Síðasta laugardag, á 16 ára afmælisdegi frumburðarins, þá fékk ég aðstoð frá eðal fólki við að flytja. Það gekk mjög vel enda Dísa systir, Jóna Snigill, Friðrik Snigill og Dúllari og Jón Arnar Dúllari alveg þvílíkt kraftaverkafólk. Ekki má gleyma henni Hildi Þóris, sem kom á sendiferðabíl og hjálpaði okkur. Takk öll saman, þið eruð æði :)
Mamma kom svo til mín á mánudaginn og var fram á fimmtudag. Hún hjálpaði mér að taka upp úr kössum og finna þar með eldhúsið mitt og stofuna. Veit ekki hvernig ég hefði farið að án hennar, sérstaklega þar sem ég lagðist í rúmið með hita og kvef og var því til lítils gagnleg.
Þessi lasleiki kom líka niður á vörninni minni. Ég sat á mánudaginn og bjó til voða fínt glærushow og setti punkta á blað. Æfði mig að fara með kynninguna og tók tímann á henni. Var ágætlega undibúin, hélt ég. En eitthvað klikkaði við að vista glærurnar á mynnislykilinn. Kannski það hafi haft áhrif að ég var komin með hita þarna á mánudagskvöldið þegar ég var að klára þetta en allavega var ekkert glærushow á lyklinum þegar í vörnina var komið. Ég nenni ekki að tíunda hér hve mikið sjokk þetta var en ég hélt minn fyrirlestur óundirbúinn bara með ritgerðina og nokkra punkta. Það gekk þokkalega og ég fór beint heim í rúm þegar ég var búin og mókti þar fram á kvöld.
Það er frekar svekkjandi að klikka á lokasprettinum þegar maður er búinn að leggja svona mikið á sig í 3 og 1/2 ár. En það þýðir víst ekkert að velta sér upp úr því, ég er búin að fá einkunn og þó hún hafi ekki verið eins og ég vonaðist eftir þá get ég ekkert kvartað.
Núna er ég að koma mér fyrir í Blönduhlíðinni, bara að dúllast við það og ætla svo vestur á miðvikudaginn.
Það hefur fjölgað í fjölskyldunni hjá okkur. Lítill voffastrákur er fluttur til okkar og hefur hann fengið nafnið Depill. Ég segi meira frá honum næst enda þessi pistinn orðinn nógu langur.
Bless í bili
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home