3.12.05

Umsátur vonda rakspírans!

Það var einu sinni rakspíri sem sat í hillu með öðrum rakspírum í lítilli snyrtivöruverslun úti á landi. Hann var bleikur (eða í bleikri flösku) , frekar sætur og hét JOOP.
Einn dag rétt fyrir jólin kom Anna inn í litlu snyrtivöruverslunina og lyktaði af mörgum rakspírum því hún hafði hugsað sér að kaupa einn slíkan fyrir manninn sinn í jólagjöf. JOOP varð voða spenntur og sýndi allar sínar bestu hliðar sem varð til þess að hann varð fyrir valinu.
Maðurinn hennar Önnu tók JOOP mjög vel og notaði hann óspart næstu árin, þá helst svona til spari.
En Anna var ekki lengi í paradís, því að þó hún hefði sjálf valið JOOP þá fór hann smám saman að fara í taugarnar á henni. Hvort samband hennar við manninn sem bar hann hafði eitthvað með það að gera, skal ósagt látið. En eftir smá tíma fór henni að JOOP er mjög frekur rakspíri.
Það er nefnilega þannig að hann hefur ákveðið að láta Önnu ekki vera. Nú skal það tekið fram að Anna er ekki vel að sér í nöfnum á hinum og þessum ilmum sem í flöskum koma, hvorki þá ilmi sem hannaðir eru sérstaklega fyrir karlmenn eða þá sem konur bera heldur. En JOOP passar vel uppá að hún gleymi honum ekki.
Hér koma nokkur dæmi. Fyrsti kærasti Önnu eftir skilnaðinn við JOOP notandann þann fyrsta, hafði JOOP sem spari lyktina sína. Til dæmis þá hafði hann borið hann vel á sig á þeirra fyrsta rómantíska stefnumóti! Þið getið ímyndað ykkur hvort daman varð ekki pínu svekt. Hann neitaði svo algerlega að skipta um lykt, svo sterk voru ítök JOOP. Hjásvæfa sem Anna átti í góðan tíma notaði einnig JOOP svona til spari!!! Nú fyrir utan svo að JOOP reynir alls staðar að ná athygli, hvort sem um er að ræða verslanir, skemmtistaði eða bíó. Já því að nú síðast í kvöld þá sat Anna í stórum bíósal til að horfa á nýju Harry Potter myndina og viti menn... JOOP hafði plantað sér við hliðina á henni! Sat þar voða montinn og hreykti sér utan á aumingjans unglingsgreyi sem varla er byrjaður að raka sig. Samt er JOOP búinn að ná heljartökum á honum.
Eins og góður rakspíri getur kveikt þrár og langanir þá getur JOOP slökkt allt líf í einni svona Önnu!!!

Endir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home