Frábært landsmót
Já það er óhætt að segja það að landsmótið hafi verið æðislegt!! Hún Dagrún á heiður skilið fyrir allan undirbúninginn og er ég viss um að margir gera sér enga grein fyrir hversu mikla vinnu hún hefur lagt í þetta. Það er nefnilega svoleiðis að fólk heldur að margir hlutir gerist sjálfkrafa!! Ég vona bara að hún nái að miðla af reynslu sinni til annara svo að áfram megi halda svona góð og vel undirbúin landsmót án þess að hún þurfi endilega að sjá um það.
En eins og áður sagði þá var helgin alveg frábær. Veðrið var alveg þolanlegt, ekki alveg þurrt en heldur ekki mikil rigning. Bleytan var töluvert meiri innan í fólki en utan á :) Alveg er það merkilegt hvað ólíkir hópar af fólki mætast þarna og allir taka öllum nákvæmlega eins og þeir eru. Á þessu móti var mikið fyllerý, 3 dansleikir og dagar og nætur runnu saman. þó voru engin slagsmál eða fíkniefni á staðnum. Allt fór mjög vel fram og mikil gleði var við völd.
Alveg er það víst að fjölmiðlum finnst ekkert fréttnæmt við það að 250 mótorhjólamenn hafi skemmt sér í sátt og samlyndi í rúma 3 sólarhringa en ef einn maður sem hugsanlega hefur einhvern tíman ekið mótorhjóli lendir í kasti við lögin þá er því slegið upp á forsíðum blaðanna.
Núna er ég búin að fá hana Hildi mína heim. Hún kom að vestan áðan með mömmu og Didda. Þó ég kunni alveg að njóta þess að vera barnlaus stundum þá finnst mér best að hafa þær báðar hjá mér.
Ekki meira frá mér í bili, bless bless...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home