31.7.05

Komin heim á Ísó

Já ég var snögg að breyta ferðaplaninu mínu. Hafði ætlað mér að fara vestur um verlsunarmannahelgina og vera hjá ömmu á Bökkunum fram á miðvikudag. Þá var planið að við Hildur færum austur fyrir og tækjum hringferð um landið. En á miðvikudaginn breyttist allt í einni svipan þegar ég frétti að amma og afi í sveitinni væru að leggja af stað vestur. Þau ætluðu að keyra sjálf en þar sem ég er svo frek og af því að mér leist ekkert á heilsufarið á afa til þess að keyra þetta allt sjálfur, þá tróð ég mér með þeim. Við Hildur áttum frábæra ferð með þeim vestur, með gistingu á leiðinni og skemmtilegri ferð út á Snæfjallaströnd.
Ólöf komst ekki með þar sem hún þurfti að vinna en hún fær að fara í skemmtilega ferð í næstu viku þegar hún fer með Ferðafélagi Íslands í unglingaferð á Hornstrandir.
Hildur ætlar að verða eftir hjá mömmu en við amma og afi ætlum að keyra suður í tveimur áföngum á mánudag og þriðjudag.

Heyrumst síðar....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home