22.7.05

Enn og aftur komin helgi

Úff hvað tíminn þýtur áfram, júlí bara bráðum búinn!!! Það styttist óðum í að skólinn byrji aftur og þá er það lokarverkefnið mikla :-/ Ég sem hélt alltaf að ég ætti allt sumarið eftir þangað til... en tíminn heldur víst alltaf áfram og áfram og áfram og....

En að öðru, hún Inda vinkona mín er nú komin með öll þau ökuréttindi sem hægt er að fá, held ég a.m.k. Veit ekki alveg með lyftara og vinnuvélaréttindin? En hún var sko að klára trailerinn og rútuprófið og stóð sig með þvílíkum glæsibrag að við ætlum að skála fyrir því í kvöld. Ekki stendur samt til að detta mikið í það enda áætluð mótorhjólaferð á morgun, í heimsókn á landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Við Hildur ætlum að sníkja okkur far með einhverjum góðhjörtuðum hjólandi Sniglum.
Ég skutlaði Ólöfu og Rúti til Víkur í gærkvöldi þar sem þau ætla að vera um helgina. Sumum finnst voða skrítið að ég hafi bara skutlað þeim eins og ekkert sé en þegar maður er vanur að keyra milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á öllum árstímum þá finnst manni ekki mikið mál að skreppa eina kvöldstund til Víkur í Mýrdal. Við Hildur vorum að vísu ekki komnar heim fyrr en kl. 3 í nótt og var ég þá orðin ansi sybbin. En það gerði ekkert til því veðrið var svo dásamlegt að það var bara flott að aka suðurlandið.

Góða helgi öll sömul og ef ykkur leiðist þá ætlum við Inda að skála heima hjá mér kl. 21:00 í kvöld. Góður félagsskapur vel þeginn!!! :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís!

Ja....þetta var eiginlega hálf skrýtið....þú skálaðir á föstudeginum en ég á laugardeginum....spurning um að samstilla okkur betur:D

En takk fyrir helgina.

Kveðja Inda!

24 júlí, 2005 23:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna, var að lesa um íbúðamálin þín hér á undan, líst vel á að þú verðir áfram í Hlíðunum, hvar er þessi risíbúð sem þú hafðir ekki efni á??
kveðja
Marta

26 júlí, 2005 16:48  
Blogger Anna Malfridur said...

Íbúðin var í Blönduhlíð 10, húsið stendur á horninu við Lönguhlíðina.
Hún var algert æði en vonandi koma aðrar skemmtilegar til greina með vorinu þegar ég fer á stjá aftur.

31 júlí, 2005 18:24  

Skrifa ummæli

<< Home