Niðurdregni dagurinn
Jæja þá er það niðurdregni dagurinn, hann verður líka að koma stundum,ekki satt?
Það fór sem sagt eins og ég hélt, ég náði ekki nógu háu greiðslumati svo að ekkert verður af íbúðakaupum núna. Ég ætla þá að vera róleg fram á vordaga og reyna að vinna mig upp í að fá hærra mat svo ég geti keypt eitthvað sem passar. Ég veit þó allavega núna hvernig málin standa og hef markmið til að ná.
Ég veit ekki hve margir muna eftir því sem gerðist í vetur í sambandi við skólaferðalagið sem bekkurinn minn fór í, en ég sem sagt komst ekki með. Ég álpaðist til að skoða myndir úr þeirri ferð á síðu hjá einum skólabróðir mínum og varð við það svoooo döpur. Mig langaði svo svakalega að fara í svona ævintýraferð. Þau fóru til Tælands og ég ætla ekki að fara út í það hér af hverju ég komst ekki með en allavega fannst mér á sínum tíma illa að mér vegið í því sambandi. Og þó það sé ljótt að hugsa svona, þá fannst mér eiginlega ömurlegt að sjá á myndunum hvað einn aðili í hópnum virtist skemmta sér vel, þ.e. sá sem átti hvað stærstan hlut í því að bola mér í burtu. URRRR....!!!
Varð bara aðeins að fá að sleppa mér hérna, ætla samt ekkert að dvelja við svona særindi en þetta særði bara ansi djúpt á sínum tíma og það hruflaðist aðeins af hrúðrinu sem var að gróa yfir þegar ég skoðaði myndirnar.
En ég sá líka að ég hefði ekki átt neitt erindi með þessum annars skemmtilega hóp. Þarna voru nefnilega eintóm pör svo maður hefði líklega verið eins og einhjóla vagn.
Annars er mikið að gera í vinnunni, ég er t.d. búin að vera að klífa steinlassa upp 4 hæðir í dag til þess að mæla þakkanta o.fl. Vonandi fer svo að líða að fyrstu steypunni á Klapparstígnum, það fer sko alveg að verða kominn tími á að þetta verk fari að ganga eitthvað!!!!
3 Comments:
Gott að niðurdregni dagurinn var ekki langur, við eigum margar utanlandsferðir eftir þegar við verðum stórar og ríkar stelpur
Iss Anna...
Við eigum eftir að fara til útlanda....:)
Svo er líka eitt annað!! Þú fittar miklu betur við okkur hjólafólkið en einhverja.....þú veist:)
Kveðja Inda!
Ps...takk fyrir gærkvöldið...það var voða gaman að hafa þig með.
Takk gullið mitt, ég veit svosem alveg með hvaða fólki mér líður best ;)
og takk fyrir hjólatúrinn, hann var æði!!!
Skrifa ummæli
<< Home