13.7.05

Drauma íbúðin

Ég rakst á drauma íbúðina mína í vikunni. Var að skoða fasteignavefi og sá til sölu tvær íbúðir í Hlíðunum sem mér leist á og fór og skoðaði þær. Önnur var kjallaraíbúð, björt og fín en með allt of litlum barnaherbergjum. Þ.e.a.s. annað var það lítið að það kallaðist eiginlega bara smá skrifstofukompa, varla hægt að koma rúmi þar inn!! Gengur ekki! :(
Hin íbúðin er uppi í risi í fjögurra íbúða húsi. Er undir súð og með stórum kvistum. Þessi íbúð er algert æði, með þremur góðum herbergjum, rúmgóð og krúttileg. Algerlega sniðin fyrir okkur mæðgurnar. Hún er frekar dýr eins og búast má við í þessu hverfi en ég ætla nú samt að bjóða í hana með fyrirvara um greiðslumat. Ég á ekki von á því að fá nógu hátt greiðlsumat en tel að þetta sé ágætis tækifæri til þess að sjá hvernig ég er metin og þá get ég bara unnið í því næsta árið að hækka þetta mat. Þannig að þó að mig langi svakalega í þessa íbúð þá ætla ég ekki að gera mér of miklar vonir. Læt ykkur vita hvernig fer.

Ég er farin að halda að þetta hús niðri á Klapparstíg, sem ég er í forsvari fyrir að byggja, komist aldrei upp úr jörðinni. Það er alltaf eitthvað sem tefur. Við erum enn ekki farin að steypa fyrstu steypu :( Það er nú vonandi að þetta fari að ganga betur úr þessu. Þetta er alveg til þess að draga úr trú minni á hæfni mína í þessu starfi, finnst að ég eigi að geta gert betur. Ekki það að þessar tafir séu mér að kenna en ef ég hefði meiri reynslu þá hefði ég kanski getað unnið þetta betur. Maður verður því bara að læra af þessu núna.
Talandi um það, best að halda áfram að vinna.... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home