13.3.07

Unglingar á öllum aldri

Á mínu heimili eru þrír unglingar. Litli unglingurinn sem er rétt að byrja það skeið, stóri unglingurinn sem er í raun voða smá og svo mömmu unglingurinn sem neitar að verða fullorðin :)
Það er því rétt hægt að ímynda sér stuðið þegar þetta blandast saman. Stundum reyna litli og stóri unglingurinn að segja mömmu unglingnum að hún sé svoooo gömul! Yea right...! Glætan að mömmu unglingurinn trúi því, alltaf jafn mikill krakki í sér! Ef mömmu unglingurinn kannast ekki við einhverja hljómsveit þá segir litli unglingurinn að það sé bara af því hún sé svo gömul og þegar mömmu unglingurinn fór að tala um það um daginn að hún hefði verið að "e-meilast" við vinkonu sína þá sagði stóri unglingurinn að þetta gamla fólk væri svo húkt á e-meili!!! Ég bara skil þetta ekki, ég sem eldist hreinlega ekki neitt!!!!

Hvað um það, mömmu unglingurinn datt í það á laugardagskvöldið. Það kom að því að mér tækist það. Hef ekki slept takinu svo svakalega lengi, líklega ekki síðan á landsmóti í fyrra!!!
Það voru tónleikar og partý hjá Óskabörnum Óðins og það var að sjálfsögðu alveg dásamlegt eins og von var á. Hitti þar allt skemmtilega fólkið og skemmti mér þ.a.l. alveg prýðilega. Við Captain Morgan, félagi minn vorum dús alveg þangað til á sunnudagsmorguninn þá ákvað hann að bregðast því trausti sem ég hafði sett á hann. Þannig að sunnudagurinn og mánudagurinn voru pínu erfiðir svona magalega séð.
En hvað um það, kvöldið var gott :)

Heyrumst síðar.....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég vissi það !!!þessi skipstjóri væri eitthvað undarlegur .. þessir 2 sopar sem ég fékk þá þér fóru alveg með magann á mér og jafnvægið í íbúðinni á sunnudagsmorguninn ; )

13 mars, 2007 12:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Skil þetta ekki, við Sif vorum búnar að skamma skipstjórann sko:)

Kveðja Inda

13 mars, 2007 13:34  
Anonymous Nafnlaus said...

STELPUR! ég er hneyksluð!!!! Nei segji bara svona, er alveg að springa og bíð bara eftir krílinu, lét mér nægja 1 rauðvínsglas fyrir okkur bæði, er líklega bara að verða gömul... í bili....

13 mars, 2007 15:19  
Blogger Anna Malfridur said...

ó mæ, HAHAHAHA, ég var búin að gleyma þessu með að skamma skipstjórann :)
En núna vitum við það að það virkar greinilega ekki að garga ofan í glasið eða flöskuna, timburmennirnir verða ekkert minni fyrir vikið :)

Já Dísa mín, þú ert auðvitað bara gömul, nei nei bara að grínast! Auðvitað ferðu bara varlega með litla frænda/frænku ;)

14 mars, 2007 09:25  

Skrifa ummæli

<< Home