Af hundi og köttum
Það er óhætt að segja að heimilið sé farið í hund og kött! Þeir strákarnir eru ekkert að sættast og þurfum við að skipta tímanum á milli þeirra, þ.e. þegar Depill er frammi hjá okkur þá eru kettlingarnir inni í Ólafar herbergi og þegar þeir eru frammi er Depill inni í búrinu sínu. Svo eru þeir allir saman látnir hittast öðru hvoru og þá er mikið hvæsst og gelt.
Af öðrum fjölskyldumeðlinum er það að frétta að Hildur er á Reykjum í skólabúðum þessa vikuna og eru kennararnir svo sniðugir að þeir stofnuðu bloggsíðu fyrir þau. Svo núna getum við foreldrarnir sem heima sitjum fylgst með á netinu. Síðan þeirra er hérna.
Brjálað að gera í vinnunni, heyrumst síðar....
4 Comments:
Jæja svo ástandið er allt í voða hjá dýrunum..... hvað sagði ekki Veigar... talandi um það stökkbreytta afkvæmi mitt, hann var að keppa í stærðfræði í dag....alveg rosalega gaman..... sonur minn?????? OK allavega frændi þinn.
Hí híhí, já ég á svolítið mikið í þessum strák :)
oooo litlu krílalíja kisulíussssar!! og lummbra bara á seppalíusssi, hehehe
verð að fara að koma og kíkja á þá
Anna mín, virðist hafa hent póstinum frá þér í einhverju óðagotinu eða tiltektaræðinu og er ekki búin að millifæra pappírinn. Ertu til í að kasta á mig pósti hið fyrsta (finn ekki einusinni póstfangið þitt) og ég loooofa að ganga frá þessu um leið
kveðja
Marta Trassafrænka
Skrifa ummæli
<< Home