Nýtt ár! 2007
Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir það gamla!
Jólin og áramótin hafa farið mjúkum höndum um mig og ég er ekki frá því að línurnar mínar séu enn mýkri en venjulega eftir allt átið!
Ég er búin að aka vestur á Ísafjörð og halda jólin með fjölskyldunni þar, aka aftur til Reykjavíkur og halda áramótin þar og svo er ég að fara fljúgandi aftur til Ísó á morgun til að halda upp á 90 ára afmælið hennar Mörthu ömmu. Það er ekki hægt að segja að maður sé alltaf á sama landshorninu þessa dagana, híhíhí! Ég hætti að vísu við að fara norður til Akureyrar yfir áramótin eins og ég hafið planað þar sem ég hreinlega nennti því ekki! Mig langaði bara að vera í rólegheitunum heima hjá mér sem ég og gerði, enda var það voðalega notalegt.
Ég hef yfirleitt ekki staldrað neitt sérstaklega við um áramót og gert upp liðna tíma eða horft til framtíðarinnar. Ég lít nefnilega þannig á að maður geri það þegar manni hentar sjálfum og á eigin tímamótum í lífinu. Sumum hentar að nota áramótin til þess arna en aðrir, eins og ég, líta ekkert endilega á dagatalið til þess að hugleiða fortíð eða framtíð. Ég veit það eitt, að hvað sem fortíð eða framtíð líður þá hef ég það voðalega gott í nútíðinni og það er það sem skiptir aðal máli, ekki satt?
En alltaf gaman að nýju ári og að reyna að venja sig á að skrifa nýtt ártal og svoleiðis ;)
Eins og ég sagði hérna að ofan þá verður föðuramma mín hún Martha, nítíu ára á morgun. Það verður gaman að halda upp á þau tímamót með henni en mér finnst samt voðalega skrítið að hún skuli vera svona gömul, hún hefur einhvernvegin alltaf verið eins og elst voðalega hægt og lítið :) Svo er hún líka ekki elsta amman, kannski er það þess vegna sem mér finnst hún ekkert svo gömul. Það er nefnilega svo skrítið í minni fjölskyldu, eins og hún Sólveig mágkona mín orðaði svo snilldarlega, að það deyr enginn!!! Ég skellti nú uppúr þegar hún sagði þetta en það liggur við að þetta sé satt. Sólveig benti á að hún hefði verið í fjölskyldunni í 14 ár og ekki farið í eina einustu jarðarför. Jamm, fólkið mitt er svolítið langlíft :)
9 Comments:
takk fyrir labbitúrinn á gamlársdag við verðum bara að hittast oftar til að dúllurnar fari að tala kurteisara saman ; )
og svo nátturulega skemmtilegt hvöld og nótt ; )
hello
takk fyrir síðast!!
til lukku með föðurömmuna!!
Úff já nafna, ég er alveg miður mín yfir óþekktarorminum mínum að ætla að slást við svona fína dömu! Hún verður að sýna honum hvar hans staður er!!!
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :)
gamla grumpa will take him í tíma any time ; )
hey líklega búin að finna hjól ; )
Góð!!! Líst vel á þig! Bara drífa sig í prófið um leið og það hlýnar :)
ég er farin að stökkva af stað með hárblásarann ; )
Blessuð og takk fyrir síðast! Til hamingju með ömmuna :)
no entiendo nada, por eso escribo, se que tu tampoco entendereas, pero me encanta islandia (iceland) por eso sin querer encontre esto y quise postear, bueno en fin, adios
juan-ca desde CHILE
Skrifa ummæli
<< Home