Og restin af skessunni helltist yfir
Ég hefði betur þagað yfir því að hafa ekki fengið alla flensuna um daginn. Hún ákvað nefnilega að koma í öllu sínu veldi og hef ég legið heima (og meina sko LEGIÐ) alveg bakk síðan á föstudaginn. Fékk kvef og hita og allan pakkann. Sé ekki enn fyrir endann á þessum ósköpum og ligg heima og vorkenni sjálfri mér ógurlega :(
Blogga aftur þegar ég kemst almennilega til rænu og get haldið haus í meira en 5 mín í einu.
-hóst-hóst og snýt.......
5 Comments:
Jæja gamla, vona að þú hressist brátt, þetta er svo leiðinlegt.
fáðu þér engifer te það bjargar öllu..
engifer smátt skorin. sítróna í bita. slatti af hunangi
sjóðandi vatn sett ofan á þetta og látið kólna þar til þú getur drukkið þetta
svo er nátturulega alltaf gott að hafa slurk af viskí út í en það er ekki í uppskriftinni reyndar ; )
batnaðarkveðjur úr mosó
gamla bytta.....
æji vonandi fer þér að batna!! knúsaðu Depil litla fá mér og ef að ég get hjálpað meira hringdu þá!! fast knús
Æ greyið mitt, vonandi batnar þér sem fyrst. :) Rúsína biður að heilsa (=sendir þér mal).
Takk fyrir spjallið í dag, drífðu þig að losa þig við þessa pest...við erum að fara á kaffihús:)
Kveðja Inda
Skrifa ummæli
<< Home