Jamm
Ég veit, ég er lélegur bloggari. En stundum er það einfaldlega þannig að andinn er ekki yfir manni og þá bara er ekkert bloggað.
Ég er sem sagt staðin upp úr flensunni en það tók mig rúma viku að ná þokkalegri heilsu. Þetta endaði allt saman mjög svo skemmtilega (eða þannig...) með fermeters stórri frunsu framan á nefinu. Ég held að ég sé núna búin að heyra alla nef-brandara sem til eru :)
Eins og algengt er í byrjun árs þá hef ég verið að taka til í fjármálunum og í leiðinni að velta fyrir mér hvað ég vilji gera við lífið og tilveruna í nánustu framtíð. Já ég veit að þetta er frekar háfleygt en þetta hófst allt á því að leigan hjá mér var hækkuð og mér blöskrar svo svakalega hvað ég þarf að borga á mánuði til þess að eiga sæmilegt heimili fyrir mig og stelpurnar mínar. Ég er ekki einu sinni að fara fram á neina höll! Þannig að ef einhver þarna úti veit um húsnæði sem kostar undir 100 þús á mánuði og er með a.m.k. 3 svefnherbergi þá má sá hinn sami endilega láta mig vita. Ég er ekki mjög kröfuhörð ;) Mér finnst bara ferlega skítt að það þurfi helst tvær fyrirvinnur til þess að geta með góðu móti haldið heimili með tveimur stálpuðum börnum.
Ég hef verið að velta fyrir mér að halda áfram að læra. Hef haft það á bakvið eyrað frá því ég útskrifaðist að ég ætlaði að vinna í tvö ár og fara svo í masterinn. Núna er ég búin að vinna i eitt ár og það er kominn tími til að fara að líta í kringum sig. Ef maður ætlar að fara erlendis í nám þá veitir ekkert af tímanum. Ég er ákveðin í að taka master í brunaverkfræði og það er hægt að læra það á nokkrum stöðum í heiminum. Er byrjuð að skoða skólana og borgirnar sem þeir eru í.
Það hentar nefnilega ágætlega að fara eitthvert út á næsta ári . Hildur á að fermast næsta vor (2008) og Ólöf er að stefna að því að klára stúdentinn á sama tíma. Þannig að þær verða báðar á ágætum tímamótum til breytinga. Hvort Ólöf hefur áhuga á að flytja búferlum með mömmu sinni eða fara eitthvert sjálf í nám, það kemur í ljós.
Jamm, þetta eru vangavelturnar mínar undanfarnar vikur. En á meðan líður hvunndagurinn áfram tilbreytingarlítið og ég held áfram að láta mig hlakka til þess að fá nýtt baby í fjölskylduna. Ég er orðin voðalega spennt fyrir krílinu hennar Dísu :)
Bless þar til ég nenni að blogga næst......
3 Comments:
Veistu, mér fannst frunsan fara þér vel, hún var eitthvað svo "homy" :)
Kveðja Inda
Hæ ég er að prófa að nota fartölvuna mína.... mína..... á netinu, guttarnir eru komnir með hver sína tölvu út í herbergi svo kannski ég fái að njóta þess að hafa meira næði hérna inni og tölvuna fyrir mig...... hmmmm já ætlar þú að vera NANNY fyrir mig? og gjörspilla litla krílinu..... vertu bara vekomin...
halló og velkomin aftur.
ég er komin til heilsu (og matar æði að geta farið að úða í sig aftur) nú ég er með lausnina á þessu þú kaupir bara efri hæðina hjá mér og við gerum eina stóra flotta íbúð úr þessu??? hum ha?
Til lukku með bummmmbubúan Dísa.
Skrifa ummæli
<< Home