14.2.07

Karíus og Baktus

Þið megið hér með opinberlega og endanlega úrskurða mig klikkaða! Ég tek því bara sem hrósi :)
Það var að breytast samsetningin í dýragarðinum heima hjá mér. Penelópa villikisa sem búið hefur inni hjá Ólöfu (þ.e. undir rúminu hennar) fékk að velja hvort hún vildi fara eða vera og hún valdi að fara. Við tókum netið frá glugganum svo hún gat farið út ef hún vildi og það gerði hún. Enda ekkert líf fyrir greyið að búa lokuð inni í einu litlu herbergi. Við náðum aldrei að hæna hana að okkur og vildi hún alls ekki láta ná sér eða klappa.
En sagan er ekki búin, ó nei... í gær kom hún Jóna með tvo svarta kisustráka til okkar. Ég ætlaði að vísu bara að fá einn en það var ekki tauti við hana komið, það mátti alls ekki skilja þá bræður að (tilboð- tveir fyrir einn...!). Þeir eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir og hafa fengið nöfnin Karíus og Baktus.
Þeir eru vægast sagt ekki hrifnir af Depli en þeir verða bara að venjast hvorir öðrum allir þrír. Kynjahlutfallið á heimilinu er sem sagt að verða aðeins jafnara. Við eru sko þrjár stelpurnar og báðir naggrísirnir eru stelpur = 5 kvk. Núna eru svo hundurinn og kettirnir tveir strákar = 3 kk. Já og svo er tengdasonurinn oft þarna líka svo það er óhætt að segja að það séu 3,5 kk.

Læt ykkur vita hvort allt fer í hund og kött á heimilinu . . . .

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna ! Það verður gaman að koma með Sigtrygg í heimsókn næst :)

15 febrúar, 2007 10:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fer að hafa áhyggjur af þér gæskan:)

Ég er með páfagauk sem þú getur fengið....hann er strákur!!

Kveðja Inda

15 febrúar, 2007 11:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Veigar telur litlar líkur á því að allt fari ekki í hund og kött á heimilinu........ held að hann langi í heimsókn til þess að kreista kettlingana og Depil og leika við þá alla þrjá....
Þú ert nú ekki einsdæmi í þessari klikk fjölskyldu....manstu í Hraunprýði stundum? Ég væri alveg til í EINN kött.. allavega svona stundum

15 febrúar, 2007 14:58  
Anonymous Nafnlaus said...

nóg til af kisum bara hvaða lit viljið þið??????????

15 febrúar, 2007 15:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Djísus bobbý ég hélt að ég væri slæm með tvo ketti,en ég sé það að ég er bara alveg heil(eða svona næst um því)

15 febrúar, 2007 20:42  
Anonymous Nafnlaus said...

hvernig ganga svo kattamálin verður depill gjörsamlega búin á því á sunnudaginn eftir að hafa verið að verja sig alla vikuna ;)

15 febrúar, 2007 22:16  
Blogger Anna Malfridur said...

Þetta gengur allt saman hægt og rólega fyrir sig. Kisarnir eru látnir hitta Depil öðru hvoru yfir daginn en fá annars að vera í næði inni í Ólafar herbergi.
Þeir hljóta að venjast þessu allir þrír með tímanum :)

16 febrúar, 2007 09:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nýjustu fjölskyldumeðlimina :) ...og ég sem ætlaði að troða alla vega einum inn á þig eftir nokkrar vikur. Jæja, kannski ég fái þá lánaði til undaneldis ;)

22 febrúar, 2007 12:35  

Skrifa ummæli

<< Home