Oj bara lasin...
Ég fékk einn anga af flensu, er bara þakklát fyrir að hafa ekki fengið hana alla í heimsókn helv.. skessuna. En nei ég slapp örugglega vel þrátt fyrir að hafa liðið ömurlega. Ég fékk svo heiftarlega beinverki í tvo daga að það mátti hvergi koma við mig :( Ég fór í vinnuna í morgun, svona meira til þess að hlífa dætrum mínum við geðvonskunni sem fylgir því ef ég verð lasin en ég hlýt að ná að hrista þetta af mér um helgina.
Annars er svosem lítið að frétta. Lífið og tilveran bara rennur framhjá áreynslulaust dag eftir dag.
Við Ólöf vorum að horfa á sjónvarpið núna eitthvert kvöldið og þá kom það upp tvisvar að einhver ákvað að NÚNA væri rétti tíminn til að fara að leita sér að maka. Hmmm... við héldum báðar að svoleiðis hlutir kæmu bara þegar þar að kæmi, ekki að maður færi sérstaklega á stúfana til að leita!?! Er það kannski þess vegna sem ég er makalaus? Af því ég er svona sátt við lífið eins og það er og dettur aldrei í hug að fara út að leita að maka? Ja, hvað haldið þið? Er ég svona "naív"? He he he ég sé í anda skelfingarsvipinn á nokkrum vinum mínum ef ég mundi æða af stað í makaleit!!! HAHAHAHA þeir mundu hlaupa í marga daga... :)
3 Comments:
já það er hætt við að einhverir myndu varla gefa sér tíma í að reima hlaupaskóna, myndu bara æða af stað berfættir ef að fréttist af okkur skessunum puðrast af stað með fiðrildaháfana okkar, færi og maðkabox!! hehehehehe.......
Ja stelpur, þeir vita bara ekki af hverju þeir eru að missa, líklegast er þó best að eiga bara svona hjásvæfu sem ekki býr hjá manni alla daga...... það er að segja nema akkúrat á meðan börnin eru lítil, ef maður á svoleiðis, það er svo þægileggt að standa ekki einn í því veseni. Því það er ómögulegt að skilja hugsanagang karldýra... held ég.
Það er ekkert mál að skilja kallana.. það erum við sem flækjum málin. þeir þurfa að borða sofa og rí.... og þá eru þeir ánægðir, það erum við sem gerum þeim upp allkonar aðrar tilfinningar og læti :)
En dísess hvað ég væri ein ennþá ef ég hefði ákveðið að fara í makaleit! hefði bara leita að manni með svart hár, blá augu og þarf að vera nákvæmlega tveimur árum eldri en ég, og vera fullkominn........ má ekki vera hommi samt.
Skrifa ummæli
<< Home