25.10.05

Ræktin jejeje

Já þeir sem ekki sitja nú þegar við lesturinn, vinsamlega setjist niður áður en þið lesið lengra!
Hún ég, er búin að kaupa árskort í líkamsrækt!!! Þeir sem þekkja mig eitthvað smá, vita að ég hef haft algera fóbíu á líkamsræktarstöðvum og eins og örugglega flestir, þá hef ég nokkrum sinnum farið í smá tíma og gefist upp í hvert og eitt einasta skipti. En nei nei, maður er allt í einu svona svakalega bjartsýnn!!! Við skulum svo bara bíða og sjá til hvernig þetta fer, engar stórar yfirlýsingar í byrjun.
Ég byrjaði s.s. á laugardaginn í Baðhúsinu og var hún Inda svo almennileg að leiða mig í gegnum stöðina svona í byrjun og miðla til mín af reynslu sinni. Hún er búin að vera svo ofboðslega dugleg þarna að maður verður að taka hana sér til fyrirmyndar. Síðan á laugardaginn er ég svo búin að fara tvisvar sinnum aftur og meira að segja var ég mætt þarna fyrir kl. 7 í morgun ;) OG... viti menn, mér finnst þetta bara gaman og get ekki beðið eftir að fara aftur, það hefur aldrei komið fyrir mig áður. Nú vona ég bara að það sé merki um að ég sé tilbúin núna til þess að taka mig á!!!

Lokaverkefnið gengur hrikalega illa núna, ég kann bara hreinlega ekki nógu mikið!!! úff - púff, nú er bara að spíta í lófana og argast áfram. Það er bara verst að svona stress fer beint í mallann minn og eftir pestina um daginn þá er hann ekkert of hrifinn af svona óróleika (eins gott að vera nálægt WC!!!).

En jæja, tíminn líður og það þýðir ekkert að sitja hér og blogga, vinnan til hádegis og svo að læra-læra-læra :(

Bið að heilsa í bili

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svo dugleg....

Stolt af þér....

Kveðja Inda.

26 október, 2005 18:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá þú dugleg :)

29 október, 2005 18:56  
Anonymous Nafnlaus said...

flott þá erum við tvær fitubollurnar að taka okkur á, við skulum standa okkur og gefumst ekki upp, takmarkið er ekki að passa í stærð 36 heldur að verða sterkar og stæltar...... je

31 október, 2005 10:32  

Skrifa ummæli

<< Home