Kvíðinn
Ég hef ekki talað lengi um veikindin mín, þ.e. ofsakvíðann sem ég hef þjáðst af núna í nokkur ár. Ástæðan er sú að þetta hefur ekki verið að þjaka mig mikið undanfarna mánuði. Þegar þetta liggur svona í dvala þá hefur maður tilhneigingu til að halda að núna sé þetta bara hætt og hættir að fatta að bregðast við fyrstu einkennum þegar köstin eru að koma.
Í morgun vaknaði ég alveg þvílíkt hress, með algert ógeð á letinni og slugsinu undanfarið og þá sérstaklega á mataræðinu sem ég hef verið að stunda. Ég hef nefnilega verið með óhemju matarlyst og hreinlega étið eins og svín. En í morgun þá vaknaði ég s.s. eftir að hafa legið andvaka hluta næturinnar og ákvað að nú skyldi sko tekið á málunum. Byrja aftur á Herbalife og fara að hreyfa mig. Ég er búin að vera að hugsa um það í marga mánuði hvað mig langi til að fara að hreyfa mig en hef ekki gert neitt í því, bara legið í sófanum og prjónað!!!
Svona fór ég, full af orku og góðum fyrirheitum, í vinnuna í morgun. EN viti menn... upp úr kl. 11 byrjaði allt kerfið í líkamanum að gefa til kynna að núna væri ég að fá mitt gamla, "góða" kvíðakast með öllu tilheyrandi. Kaldur sviti, hraður hjartsláttur, ógleði, niðurgangur og einbeitningarskortur. Þegar ég hafði hunsað þetta í um klukkutíma, af því að ég hef hreinlega ekki tíma til þess að standa í þessu núna, þá fóru að læðast að mér kvíðahugsanir og angist.
Úff, úff, að maður skuli ekki hafa stjórn á þessu helv...! Það er svo mikið að gera á öllum vígstöðvum að ég get ekki leyft mér að fara heim og taka eina pillu og sofa fram á kvöld. Það er nú samt það sem virkar best við þessu :(
Ég hugsa að ástæðan fyrir því að þetta lætur á sér kræla núna sé stress og "overload".
Það er eitt svo skrítið að þegar ég verð svona þá verð ég svo viðkvæm fyrir öllu. Varnirnar hreinlega hrynja. Þá fer ég líka að hugsa um alls konar atriði sem láta mér líða verr og alltaf skal þar vera fyrst á dagskrá samskipti dætra minna við pabba sinn eða öllu heldur engin samskipti hans við þær. Ég vildi óska að það væri hægt að þurrka svona út úr mynninu á manni. En maður er líklega eins og tölvur, það sem fer inn á harða diskinn skilur alltaf eftir einhver spor þar þó maður reyni að eyða því!!!
Ég bara get ekki skilið hvernig hægt er að ganga í burtu frá börnum sem maður bjó með fram á 8 og 12 ára aldur og láta eins og manni komi þeirra líf ekkert við lengur. Þetta hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir einhvern fræðinginn í mannlegri hegðun???
4 Comments:
Anna mín. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi. Þeirra tap þegar upp er staðið. Vonandi jafnarðu þig gæskan.
Verð í bandi fljótlega.
Kveðja Inda.
Stattu þig stelpa, eins og alltaf þá stendur þú uppi sem sigurvegari. og hugsaðu um hvað þú komst í miklum gróða út úr þessu sambandi!!!!!! Með þessar frábæru stelpur sem líkjast þér.
kveðja Dísa
Hans STÓRA tap ...... Þú ert frábær og átt frábærar stelpur !
hæ.
Ef þú einhverntímann kemst að því hvað það er sem snappar í hausnum á svona mönnum, endilega láttu mig vita! en ef það er einhver huggun þá eru til skárri menn en þetta.. við finnum þá bara ekki á þeim stöðum sem við höngum á....
Skrifa ummæli
<< Home