29.9.05

Lífið er hverfult

Eins og þeir vita sem fylgjast með fréttum daglega, þá fórst skúta hérna á milli Grænlands og Íslands núna í vikunni. Á henni voru tveir menn og annar þeirra fórst en Landhelgisgæslan bjargaði hinum. Þar sem systir mín og hennar maður þekktu þessa menn þá flæktist ég inn í að hjálpa honum Adam, þeim sem komst af.
Mikið mátti aumingja maðurinn þola. Hann bjó í þessari skútu svo að hann missti ekki bara félaga sinn heldur einnig heimili sitt og allt sem hann átti nema fötin sem hann stóð í. Að vonum var hann mjög sleginn því eins og hann sagði þá eru þessu náttúruöfl svo ofboðsleg að hann gat ekkert gert þegar félagi hans fór í sjóinn, nema að horfa á eftir honum út í sortann, heyrandi hann kalla á sig. Veðrið var svo klikkað og öldurnar frá 8 -12 metra háar og sjórinn aðeins um 0-1° C heitur (brr.. kaldur).
Það sem beið hans svo núna var að fara til Skotlands og hitta fjölskyldu félagans og svo vissi hann ekkert um framhaldið hjá sér.

Ég ætla bara að koma því áfram til ykkar sem við Adam vorum að tala um á þriðjudagskvöldið:

Lifum hvern dag eins og það komi enginn dagur á morgun, því við vitum aldrei hvenær okkar síðast dagur er!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já þú stóðst þig frábærlega með Adam vin minn, takk fyrir það, það tók verulega á að fylgjast með fréttum af VAMOS...en hvaða bull er þetta MAKE MONEY NOW.......allavega sjáumst í kvöld.

30 september, 2005 09:43  
Anonymous Nafnlaus said...

ég sá þessa skútu einmitt á fiskidögum á Dalvík.. fannst hún einmitt svo flott. agalegt að heyra af þessu slysi.

04 október, 2005 02:29  

Skrifa ummæli

<< Home